Íslenskur ráðherraræfill og erlendur prófessor

"Ég er bara ráðherraræfill á plani" sagði Össur um daginn. Merkilegt hvað orðið "ræfill" er stjórnarliðum tamt þessa dagana. Eða kannski er það ekki svo merkilegt.

Nú þarf Össur okkar að kenna Robert Aliber lexíu. Aliber þessi er bara fyrrverandi prófessor í kreppu- og hagræðum og þykist vita betur en Össur um íslenska hrunið og vanmátt evrunnar. Hann fullyrðir að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hrunið á Íslandi.

Össur hefur "ekki hundsvit á peninga- og bankamálum" að eigin sögn. En hann veit að hrunið á Íslandi er Davíð og krónunni að kenna, enda var hann sjálfur ráðherraræfill í hrunstjórninni. Á einhverju plani.


Aliber talar jafnvel um heilaga snákaolíu Samfylkingarinnar og heldur að ...


... aðild lítils opins hagkerfis að stærra myntsvæði á borð við evrusvæðið veiti enga vörn fyrir skaðlegum áhrifum slíks fjármagnsflæðis fyrir raunhagkerfi.
  


"Ég hef hvorki áhuga né vit á þessu" sagði Össur þegar hann var boðaður á krísufund um bankamál. En hann hefur vit á evrunni og segir að hér hefði ekki orðið neitt hrun með evru. Nú þarf hann að eyða misskilningi erlenda prófessorsins, sem er bara óbreyttur sérfræðingur í kreppumálum.


Evran er komin á bráðadeild og bíður eftir líknandi meðferð; súrefnistæki frá Kína, hækjum frá Rússlandi og þróunaraðstoð frá Brasilíu og Indlandi. Ráðamenn í Evrópu gætu sparað sér allt amstrið. Bara hafa samband við ráðherraræfil ofan af Íslandi, sem hefur ekki hvorki áhuga né hundsvit á peninga og bankamálum. Hann færi létt með að koma evrunni til heilsu.

 


mbl.is Íslandshrunið óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jæja segðu. Það eru svo margir sem ég veit um sem skammast sín orðið fyrir Össur Skarphéðinsson sem Utanríkisráðherra. Hann er Þjóðinni til skammar og ekki sú fyrirmynd sem við ættum að vilja hafa segi ég.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.9.2011 kl. 20:58

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er nú bara fyrrverandi garð

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2011 kl. 21:28

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þykir að leitt, en talvan tók af mér ráðin.  ég er bara fyrrverandi garðyrkjustjóri á plani, en  skil samt að evran er komin á sitt síðasta.  Það er alveg með ólíkindum að ráðherrar á Íslandi þó þeir séu bara á plani, sjái ekki að þetta er algörlega vonlaust dæmi hjá þeim. Fyrringin er slík að þeir ættu í raun og veru að hafa fyrir löngu síðan fallið á prófinu, eins og krakkar í grunnskólanum.    Hvar er greindarvísitalan og hæfni þeirra til að bera ábyrgð á heilli þjóð?  Því miður þá er ábyrgðin enginn hjá þeim, og framkvæmdin eftir því.  Burt með þetta lið, og allan fjórflokkinn ef því er að skipta

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2011 kl. 21:38

4 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Kjarni málsins, að vanda hjá þér Haraldur. Beint í mark.

Jón Baldur Lorange, 16.9.2011 kl. 21:50

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og hinn vinstri sinnaði Joseph Stiglitz nóbelsverðlaunahafi í hagfræði.  

Sagði að prófessor Robert Z. Aliber. 

Væri helsti sérfræðingur heimsins í fjármálakreppum. 

En það verður að viðurkennast að Össur hefur tekið stórstígum framförum. 

Að kunna nú meira í hagfræði en þessi aldni prófessor. 

Sem rannsakað hefur fjármálabólur og kreppur í meira en hálfa öld. 

Viggó Jörgensson, 16.9.2011 kl. 23:15

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar.

Það væri langt mál að rekja "afrekaskrá" Össurar í þessu embætti. Mörg afglapa hans hefðu leitt til afsagnar í flestum vestrænum lýðræðisríkjum.

Það er móðgun við fullorðið fólk með kosningarétt að Össur skuli enn gegna ráðherraembætti.

Haraldur Hansson, 17.9.2011 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband