Sækjum um aðild að USA

USA-IcelandÉg leyfi mér að setja þennan pistil hér á síðu mína (í algjöru leyfisleysi) bara af því að mér finnst hann áhugaverður. Hann er fenginn að láni hjá andríki.is sem gefur út Vefþjóðviljann og settur hér inn óstyttur en feitletranir á kunnuglegum klisjum eru mínar.


===== ===== =====

Hvernig væri að ganga í Bandaríkin? Langar einhvern til þess?

Ríkin, sem mynda ríkjasambandið sem menn kalla í daglegu tali Bandaríkin, hafa ekki alltaf verið fimmtíu. Síðast gengu Alaska og Hawaii í ríkjasambandið og urðu 49. og 50. sambandsríkið árið 1959. Hver segir að ekki verði tekið við fleiri ríkjum? Er ekki hreinlegast að sækja um aðild og komast að því? Það má alltaf hafna aðildarsamningi í kosningum. Það verður einfaldlega að fá þetta á hreint í eitt skipti fyrir öll. Eins og allir Samfylkingarmenn vita, og ekki bara þeir sem sitja á þingi fyrir aðra flokka eða kenna í félagsvísindadeild Háskóla Íslands, þá þýðir umsókn um aðild ekki að menn vilji fá aðild, heldur eingöngu að þeir vilji skoða hvað sé í boði.

Auðvitað myndu Íslendingar þurfa ýmis sérákvæði. Það þyrfti til dæmis að fá varanlegar undanþágur frá stjórnarskrá Bandaríkjanna og fjölmörgum reglum, svo sem ef herskyldu yrði komið á í landinu að nýju, og svo framvegis, en um það yrði að sjálfsögðu samið við núverandi stjórnvöld vestra og enginn myndi hafa áhyggjur af því að framtíðarstjórnvöld þar, eða dómstólar í Washington, myndu ekki viðurkenna slíkt samkomulag um alla tíð.

En meginmálið er þetta: Þó menn hafi að sjálfsögðu ekki gert upp hug sinn, þá er sjálfsagt að láta reyna á það hvaða samningi má ná. Svo á þjóðin bara síðasta orðið. Ætla menn virkilega að hafa af þjóðinni réttinn til að greiða atkvæði um aðildarsamning við Bandaríkin, þetta gamalgróna lýðræðisríki og bandamann Íslands? Hvers vegna má ekki sjá hvað er í boði? Þarna fengjum við til dæmis nýjan gjaldmiðil, þann öflugasta í heimi, hvorki meira né minna. Svo gætu vextir lækkað. Hvaða einangrunarhyggja er þetta?

Auðvitað vill Vefþjóðviljinn ekki að Ísland gangi í Bandaríkin, og ekki í neitt annað ríki eða ríkjasamband. En þeir sem fallast á málflutning eins og þennan, þeir geta líklega fallist á hvað sem er. Jafnvel aðildarviðræður við Evrópusambandið.

 


mbl.is Evran réttir úr kútnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú getur bókað það Haraldur að margir sem andskotast út í hugmyndina að ganga í ESB gætu vel hugsað sér að Ísland yrði 51. stjarnan á bandaríska fánanum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2011 kl. 00:36

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Nei Axel Jóhann, það get ég ekki bókað, a.m.k. ekki á meðan ég veit ekki sjálfur um einn einasta mann sem vill það í alvöru.

Haraldur Hansson, 13.9.2011 kl. 00:51

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Frekar þá að fara heim aftur!   Til Norge!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.9.2011 kl. 01:30

4 Smámynd: Magnús Ágústsson

Eða ein Katóna í Sviss

Magnús Ágústsson, 13.9.2011 kl. 02:38

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Lýsir afskaplega vel þekkingarleysinu og fáfræðinni.

Hefur Ísland einhvern rétt til að sækja um ,,aðild að USA"?

Er einhver mekkanismi fyrir evrópuríki til að gerast aðili að USA?

Hafiði ekki gengið i skóla eða?

það er ekkert skrítið að þið ruglið og bullið alla daga þið þarna á heymssýn þegar vitið og þekkingin er á þessu stigi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.9.2011 kl. 09:51

6 identicon

Athyglisvert innlegg og líklega vitrænna en esb innganga og ég sé ekki að nokkuð mæli á móti því að þetta yrði skoðað með opnum huga .

Hvað varðar innlegg Ómars bjarka þá heldur hann að ísland sé í evrópu og virðist því ekki hafa setið í landafræðitíma þar sem kom fram að ísland tilheyrir norðurlöndunum og hefur aldrei verið hluti af evrópu . Hans innlegg verður því að teljast tilgangslaust.

kveðja  Valgarð

Valgarð Ingibergsson (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 10:19

7 identicon

Það er sorglegt þegar mannvitsbrekkur eins og Ómar Bjarki ryðjast fram með rökleysur.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 10:55

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar það er kennt í skólum í Bandaríkjum og líklega allstaðar nema í Evrópu að ísland sé á ameríkuflekanum sem það er. Horfðu vel á kortið og sjáðu það sjálfur. Sprungan sem fer í gegn um ísland er sprungu kerfi sem liggur þvert að atlandssprungukerfinu. Grænlandsgrunnur liggur fast upp að íslandi menn sjá þetta en??? Ísland á að sækja um að vera Territory af USA en ekki ríki. Territorial lögin gefa þér leifi til að hafa óbreytta stjórnun ásamt hlunnindum og eð styrkjum við vegakerfið ofl. Menn geta fundið lögin á netinu. Alaska og Hawaii voru territory í fyrstu en síðar urðu þau ríki. Purto rico er enn territory http://www.topuertorico.org/government.shtml og það geta verið allskonar samningar en þú missir aldrei sjálfstæði þitt eins og undir merkjum ESB

Valdimar Samúelsson, 13.9.2011 kl. 10:57

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Óttarlegur barnaskapur er þetta.

þvílík hálfbjánaþvæla.

Sorglegir öfga og oftstækismenn.

Dapurlegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.9.2011 kl. 11:03

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar ég er viss um að það kemur engin með svona bjálfalega athugasemd. þín hugmyndafræði er brengluð af kaffihúsasetu í Evrópu.

Valdimar Samúelsson, 13.9.2011 kl. 11:27

11 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég þakka innlitið og athugasemdirnar.

Einhverjir reyndar komnir vel útfyrir efnið og með innlegg sem tengist ekkert inntaki greinar Vefþjóðviljans. En látum það vera.

Fylki í Bandaríkjunum?  Nei takk.
Hérað í Noregi?  Nei, en takk samt.
Hreppur í ESB? Ó nei, aldeilis ekki.
Kantóna í Sviss? Nei ekki heldur.

Sjálfstætt og fullvalda Ísland fær mitt atkvæði. Ríki sem getur átt í góðum samskiptum við önnur lönd, hvar sem þau eru á hnettinum. Viðskipti, menningarleg samskipti, stjórnmálasamband og hvað eina. Það er óskynsamlegt að "ganga í" eitthvað sem greiða þarf fyrir með fullveldinu.

Haraldur Hansson, 13.9.2011 kl. 12:48

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Góð samlíking hjá Andríki. Það er svosem ekkert fáránlegra að Ísland "gangi í" USA en ESB. :)

Kolbrún Hilmars, 13.9.2011 kl. 13:15

13 identicon

Heill og sæll Haraldur; svo og, aðrir gestir, þínir !

Ómar Bjarki !

Um leið; og ég hvet þig, til þess að spara þér ofstopann - sem niðurtal þitt, til fólks hér á síðunni, vil ég benda þér á, að Jarð- og landfræðilega, tilheyrir Ísland Norður- Ameríku - og engin skömm, að því, hvað; svo sem mönnum kann að finnast, um Bandaríkin, í sjálfu sér.

Og; taka vil ég fram, að ég er hvorki í Heimssýn - hvað þá, að vera þjóðernis sinni, ágæti drengur.

Miklu fremur; Alþjóðasinni, með skírskotun til allrar Veraldarinnar - ekki bara; hinna litlu, cirka 8%, sem Evrópu skaga greyið, heyrir undir, Ómar minn.

Vona; að þú skiljir mig - en; ertu farinn að örvænta, með að komast í ból nýlenduveldanna, suður í Brussel; Ómar Bjarki, með Össurri þínum ?

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 13:56

14 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er gaman að sjá aðildarsinna hneysklast á þessari hugmynd.

"Óttarlegur barnaskapur er þetta.

þvílík hálfbjánaþvæla."

En er þetta nokkuð meiri barnaskapur eða hálfbjánaþvæla en það ferli sem við þegar höfum leift smámennum hóp Íslendinga að komama okkur í?

Er það það ekki barnaskapur og hálfbjánaþvæla að halda til streitu aðildarumsókn í erlendann félagsskap sem kominn er af fótum fram og mestar líkur eru á að muni bíða stór skaða á allra næstu vikum?

Gunnar Heiðarsson, 13.9.2011 kl. 17:28

15 identicon

Afhverju í fjáranum þurfum við alltaf að ganga í ríkjasamband, ESB eða USA eða einhver önnur?  Þessum samveldisríkjum er það bráðnauðsynlegt, vegna ýmisra milliríkjasamskipta að til séu lítil, sjálfstæð ríki sem eru eins óháð þeim og hægt er.

Spurning:  Afhverju flytja íslenskir sambandssinnar (konungssinnar) ekki af landi brott, t.d. til "kongsins" í Brussel og leyfa okkur hinum, sjálfstæðum þverhausunum að byggja þessa eldfjallaeyju norður undir heimskautsbaug?  Er kannski þrátt fyrir allt svona óvistlegt í USA eða ESB??

Jóhannes (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 18:16

16 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ómar Bjarki, hver er munurinn á því að Ísland gangi Í USA eða að Tyrkland gangi Í ESB/USE? Stærri hluti Íslands er í ameríku en hluti Tyrklands í Evrópu, hvoru tveggja í hlutfalli og ferkílómeturm?

Brynjar Þór Guðmundsson, 13.9.2011 kl. 20:57

17 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Annars, ómar, hver eru rökin fyrir því að ganga ekki í USA?

Brynjar Þór Guðmundsson, 13.9.2011 kl. 20:59

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög gott þótti mér þetta fyrra innlegg frá Brynjólfi (kl. 20:57).

Og greinin af Andríki frábær og niðurstöður Haraldar öldungis ágætar kl. 12:48, undir þær tek ég heils hugar.

Ég held það sé leitun að mönnum sem vilja að Ísland "gangi í" Bandaríkin.

Þó væri sá kostur sennilega mun skárri en að ganga í Evrópusambandið. Ríkin í Bandaríkjunum hafa líka sín þing og sína löggjöf, og verðlag þar á matvælum er enn hagstæðara en í ESB.

Ýmsir mæla hér vel, en ekki hann Ómar Bjarki fremur en fyrri daginn. Jafnvel á Krata-Eyjunni á hann sennilega metið í niðurþumlun, svo utarlega á kanti er hann í ESB-trúboðinu og jafnvel á stundum í níði um Ísland, að mönnum blöskrar.

Að sjálfsögðu, Ómar, gæti Ísland sótt um um ,,aðild að USA", það þarf engan amerískan "mekkanisma" til, það yrði tekið vel í slíka umsókn.

Hún er sem betur fer ekki á döfinni, en engu síður heimskuleg er þessi ESB-umsókn.

Einni samlíkingu hefðu Andríkismenn getað bætt við: "Og svo getum við alltaf sagt okkur úr Bandaríkjunum, ef okkur líkar ekki "aðildin". Að vísu hafa engin ríki gert það, en það er líka af því, að þau una sér þar svo vel!"

Vel má vera, að ekki sé unnt fyrir ríkin að "segja sig úr" Bandaríkjunum, en það er líka praktískt talað ómögulegt að segja sig úr Evrópusambandinu, ef hin ríkin setja sig alvarlega á móti því.

Jón Valur Jensson, 13.9.2011 kl. 21:33

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Reyndar sögðu suðurríkin sig úr sambandi við norðurríkin, ekki satt?

--og komust ekki upp með það.

Jón Valur Jensson, 13.9.2011 kl. 21:35

20 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Valur, það var nú bara út af þrælunum. Og þeir hefðu komist upp með það hefðu sunnanmenn ekki tapað þrælastríðinu við norðanmenn. Ætli eitthvað álíka eigi eftir að gerast í ESB - þar eru líka norður-suður hagsmunir sem rekast á?

Kolbrún Hilmars, 13.9.2011 kl. 21:53

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, kannski þeir taki bara slag um þetta, ESB-ingarnir.

Það er alltaf mögulegt í ýmsum myndum.

Hitt er eflaust rétt hjá þér líka.

Jón Valur Jensson, 14.9.2011 kl. 01:01

22 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er óhætt að taka undir með Stefan Füler stækkunarstjóra ESB, þegar hann sagði að aðildarsinnar hér á landi þyrftu að læra betur að notast við staðreyndir, mig minnir að það hafi verið á svipuðum tíma og hann leiðrétti Össur.

Þeir í Brussel eru ekki eins harðir ESB sinnar og hinir íslensku, þótt þeir séu vissulega hrifnir af sambandinu sínu.

Hafi ég verið tvístígandi í afstöðu minni til ESB, en það hef ég aldrei verið, þá er ég hræddur um að ESB sinnar hér á landi hafi gert mig að einörðum andstæðingi aðildar, svo vitlaus er þeirra málflutningur.

Vitanlega myndu Bandaríkjamenn taka vel í það, ef við óskuðum eftir inngöngu í Bandaríkin, landið er auðugt af dýrmætum auðlindum sem myndu nýtast Bandaríkjunum mjög vel Kanarnir myndu stórgræða og Hillary Clinton myndi eyða mörgum vikum í að faðma og kyssa hvern einasta íslending og bjóða hann innilega velkominn í USA. Við erum ekkert svo ólík Bandaríkjamönnum, neysluglöð þjóð, lifum hratt og vinnum mikið.

En til að það sé á hreinu, þá vil ég alls ekki að Ísland verði ríki í Bandaríkjunum, vitanlega eigum við að halda okkur fyrir utan öll sambandsríki og hafa góð og vinsamleg samskipti við ESB, Bandaríkin og heiminn allan.

Jón Ríkharðsson, 14.9.2011 kl. 13:28

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, nafni minn, þeir eru sannarlega harðir á þessu í Brussel og Berlín, í París og Madríd og Lundúnum, þú mátt ekki taka of mikið mark á kurteisistali.

Annars eru þau síður en svo kurteis við okkur í makrílmálinu, Icesave o.fl. ofl.

Jón Valur Jensson, 14.9.2011 kl. 15:47

24 identicon

Það er varla hægt að segja að við séum auðug af náttúru auðlindum.  Vissulega eigum við náttúrulegar auðlindir en þær eru ekki margar, fiskur, vatnsfalls- og jarðvarmaorka.  Það er allt og sumt það helsta. 

Sjávarauðlindina er hægt að eyðileggja á skömmum tíma með stórsókn evrópsk skipaflota og óspillt náttúrufegurðin verður fljót að skemmast í óstjórnlegri raforkuvæðingu.

Jóhannes (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 16:05

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Valur Jensson, 15.9.2011 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband