24.8.2011 | 23:48
Er žjóšin heimskari en Jónas?
"Žjóšin er heimsk" skrifar Jónas Kristjįnsson, sem lengi hefur veriš einn mest lesni bloggari landsins. Stķll hans er aš skrifa stuttar fęrslur og vera bęši kjaftfor og ókurteis. Kannski er hann vinsęll einmitt žess vegna, žaš veršur hver aš fį aš hafa sinn stķl.
Jónasi er tķšrętt um heimsku ķslensku žjóšarinnar ķ fęrslum sķnum. Hér eru nokkur dęmi um fyrirsagnir:
>> Heimsk žjóš į hrunverja skiliš
>> Žjóšin er heimsk
>> Leti, heimska og sišleysi
>> Heimska fjöldans ręšur
Oft tengjast heimsku-pistlar Jónasar skošanakönnunum og kemst hann žį jafnan aš žeirri nišurstöšu aš "gullfiskaminni" hrjįi landann ef nišurstašan er honum ekki aš skapi. Hann hefur lķka dįlęti į žvķ aš kalla menn "fįvita" eša nota uppnefni. Stöku sinnum dettur hann nišur ķ sandkassann meš DV og talar um "nįhirš", enda skyldleikinn nokkur.
Hér eru fįein dęmi um fįvitafyrirsagnir Jónasar:
>> Fįvitar eša lygarar
>> Fįvitar gera landiš óbyggilegt
>> Fįvitar į ferli
>> Fjöldi fįvita vanmetinn
En er žjóšin heimsk?
Gefum okkur aš viš hin séum ekki neitt mikiš heimskari en Jónas og aš ķslenskir kjósendur séu aš jafnaši bęši lęsir og skrifandi. Žį getur veriš fullgild įstęša fyrir žvķ aš Sjįlfstęšisflokkur fįi 35% ķ skošanakönnun, žótt Jónas sjįi ekki ašrar skżringar en heimsku og gullfiskaminni. Ég hef meiri trś į žjóšinni en žaš.
Kjósendur gętu tališ flokkinn slęman kost en žrįtt fyrir gallana gefiš honum atkvęši, af žvķ aš hitt sem ķ boši er žykir enn vera. Dregiš slķka įlyktun eftir tveggja įra vinstristjórn, einmitt af žvķ aš žjóšin er ekki heimsk og hefur prżšilegt minni.
Jónas žessi er eflaust mętur karl og óvitlaus. Hvers vegna hann kżs aš skrifa eins og forskrśfašur strigakjaftur sem kann ekki aš skammast sķn, veit ég ekki. En žaš er hans stķll. Kannski vegna žess aš žaš virkar. Hann er jś į toppnum, enn eina vikuna.
Skrif Jónasar eru oft sóšaleg, sjaldan mįlefnaleg og aldrei uppbyggileg.
Athugasemdir
Viš erum žó eftir allt fallegust,mest og best,žrįtt fyrir hann.
Helga Kristjįnsdóttir, 25.8.2011 kl. 00:39
Jónas veršur aš eiga sķn skrif viš sķna samvisku, ef hann hefur hana žį.
Žaš er merkilegt hvaš žessi mašur hefur fengiš aš vaša uppi ķ gegn um įrin. Į tķma var hann meš fasta pistla ķ rķkisśtvarpinu sem į žeim tķma var eini ljósvakamišillinn. Lengi į eftir var hann sķšan eins konar hiršmašur innan žeirrar stofnunar og leitaš til umsagna hans um hin żmsu mįl. Enn er stundum tekiš vištal viš manninn.
En hvaš meš hina meintu heimsku okkar hinna, sem Ķsland bśa og žį vęntanlega gįfur Jónasar?
Hvaš hefur ręst af žeim spįm sem frį manninum hefur komiš ķ gegn um tķšina?
Žaš er nęsta lķtiš, flest af žvķ sem žessi mašur hefur fullyrt hefur ekki gengiš eftir og žvķ spurning um gįfnafar hans sjįlfs.
Mišaš viš žaš hversu oft Jónas hefur haft rangt fyrir sér undanfarin nęrri fjörutķu įr sem hann hefur veriš aš reyna aš segja til um framtķš og meta fortķš, liggur beinast viš aš įętla aš enn og aftur hafi hann rangt fyrir sér.
Aš Ķslendingar séu aš öllu jöfnu alls ekki heimskir!
Gunnar Heišarsson, 25.8.2011 kl. 08:12
Žakka innlitiš og athugasemdirnar.
Žaš verša allir aš fį plįss fyrir sķnar skošanir, lķka žeir sem kjósa aš setja žęr sóšalega fram.
Annars vęri fróšlegt aš rifja upp hvaš Jónas skrifaši į sķnum tķma um žį sem vildu gera jaršgöng undir Hvalfjörš. Žaš vantaši ekki gagnrżnina og stóru oršin, en göngin hafa heldur betur sannaš sig, žvert į spįr Jónasar.
Haraldur Hansson, 25.8.2011 kl. 23:30
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.