Eyjan sem minnkar og minnkar

Fyrir tveimur áratugum steyptu Íslendingar þyrlupall á Kolbeinsey, sem er hundrað kílómetra norður af landinu. Það var tilraun til að koma í veg fyrir að hún hyrfi fyrir ágangi sjávar, enda notuð til afmörkunar hafsvæðis í lögsögu Íslands.

Nú er pallurinn horfinn og Kolbeinsey orðin að litlu skeri. Það þarf samt enginn að sjá eftir henni, lögsagan er löngu frágengin. Um tíma var óttast að Surtsey kynni að hverfa en nú er talið fullvíst að hún verði varanleg eyja.

eyjan_samdratturEn það er annars konar eyja sem líka minnkar og minnkar. Hún heitir Eyjan.is. Fyrirtækið Modernus mælir umferðina um vegi netsins og sýna talningar að ferðamönnum fækkar hratt sem leggja leið sína á Eyjuna. Þeim hefur fækkað um 43% á aðeins níu mánuðum.

Eyjan minnkar jafn hratt og Kolbeinsey og með sama áframhaldi endar hún sem lítið sker. Eða hverfur alveg.

Pressan dalar nokkuð frá áramótum og Vísir lítillega en Mbl og DV halda sínu prýðilega. Eyjan er fréttamiðill sem sker sig úr; bæði fellur hratt og fær helmingi færri flettingar á hverja heimsókn en Vísir og Mbl.is.

Allir miðlarnir reyna að draga til sín lesendur með fjölbreytilegu efni og smá slúðri um fræga fólkið. Eyjan hefur að auki Silfur Egils, Facebook-vakt, söguhorn Illuga og handvalda bloggara. Samt hrapar hún í vinsældum, hvers vegna?

Líklegasta skýringin er að með breyttri ritstjórn er Eyjan orðin enn einn samfylkingar- og esb-miðillinn, óspennandi og leiðinleg. Stundum kjánaleg. Helsta aðdráttarafl Eyjunnar er Silfrið hans Egils, án þess væri hún þegar orðin að litlu skeri.

Hverfi Eyjan.is alveg verður ekki meiri missir af henni en Kolbeinsey.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skemmtilega fyndin færsla, Haraldur, og bítur!

Jón Valur Jensson, 16.7.2011 kl. 02:31

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Já þetta er að gerast þó svo að mér þyki Eyjan nokkuð aðgengilegur og lifandi fréttamiðill.

Það sem fer í taugarnar á mér aftur á móti og gerir með marga fleiri líka, það er hversu hlutdrægir þeir eru í fréttaflutningi sínum.

Sérstaklegas eru fyrirsagnirnar oft mjög villandi.

Handvaldir bloggarar eru ca 80 til 90% ESB sinnaðir aftaníossar.

Svo er greinileg Samfylkingarslagsíða á Eyjunni og efnistök og fréttaefni oftlega stillt þannig upp.

En ekki síður og það er mjög slæmt en það er að oftlega er beitt þöggun um málefni og fréttir sem koma ekki vel út fyrir ESB eða ESB aðildarumsóknina eða fyrir þá sem á ESB trúboðið trúa.

Þetta er sláandi og þetta geir mig og marga afhuga Eyjunni !

Gunnlaugur I., 16.7.2011 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband