Er harmónikkutónlist landbúnaður?

Getur billjard talist fullgild landbúnaðargrein? En harmónikkutónlist? Eftir margra ára vinnu er loksins hugsanlegt að skrifræðisbatteríið í Brussel geti svarað þessum spurningum í júlí á næsta ári. Það væri móðgun við snigla að segja að hlutirnir breytist á hraða snigilsins í Evrópuríkinu.

Pólverjar gerðu Brussel ljótan grikk.

Þeir lögðu fram tillögur um að breyta styrkjakerfinu í landbúnaði þannig að það verði réttlátt og sanngjarnt. Þjóðverjar og Frakkar vilja engar breytingar og hafa tryggt sér meirihlutastuðning. Það verður engu breytt.

bulgaria 

Bændur í gömlu ríkjunum (EU15) fá styrki eftir gömlu flóknu kerfi sem tók mið af framleiðslu, en í nýju ríkjunum er miðað við stærð jarðanna. Þetta þýðir að bændur í Grikklandi geta fengið €500 í styrki á hvern hektara á meðan bændur í Eystrasaltsríkjunum fá minna en €100 á hektrarann. Þessu héldu Pólverjar að hægt væri að breyta. (Í hvoru kerfinu myndi Ísland lenda?)

Leggja þarf fram tillögur um breytingar á landbúnaðarstefnunni (CAP) í júlí á næsta ári. Þær eiga gilda fyrir tímabilið 2014-2020. Já, ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Þetta er dæmi um hversu óskilvirkt og svifaseint allt kerfið er. Svo halda menn á Íslandi að hægt sé að ganga í ESB og breyta sjávarútvegsstefnunni! Hún er búin að vera í endurskoðun síðan 1983 en breytist aldrei.


Billjard og harmónikkur

billiardÞótt grunni hins spillta styrkjakerfis verði ekki breytt mun uppistand Pólverja líklega hafa tvær breytingar í för með sér. Annars vegar að sett verði 155 milljóna króna þak á styrki til einstakra bænda. Hins vegar að skilgreint verði betur hvað telst "virkur landbúnaður".

Meðal þess sem er til skoðunar er €59.585 landbúnaðarstyrkur til harmónikkufélags í Svíþjóð og €31.515 styrkur til billjardklúbbs í Danmörku. Nefndin þarf að taka afstöðu til þess, fyrir júlí 2011, hvort billjard og harmónikkutónlist teljist virkur landbúnaður. Ekki er með öllu útilokað að hún komist að niðurstöðu á tilsettum tíma. Annars verður málið tekið upp aftur þegar endurskoðun hefst fyrir árið 2021.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er öll vitleysan....eða fáránleikinn eins !!!!

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband