8.10.2010 | 12:38
Hlýddu litli Íslendingur!
Þegar litlu ríkin náðu ekki að halda skuldum sínum og fjárlagahalla innan marka voru þau beitt sektum. Þegar stóru ríkin lentu í sama vanda var því hætt. Þannig gengur það fyrir sig í Nýja Evrópuríkinu.
Það er ekki furða að menn spyrji: Hvers konar klúbbur er þetta eiginlega?
Hótunarbréfið til Íslendinga er í anda "samvinnu sjálfstæðra lýðræðisríkja" eins og hún birtist ítrekað í brusselskum athöfnum; að tukta til þá litlu og lúffa fyrir þeim stóru.
Við treystum því að þið séuð sammála um að vandinn vegna makrílveiðanna sé víðtækari en svo að einvörðungu sé um að ræða málefni veiðistjórnunar.
Ef ekki tekst þegar að finna lausn getur það haft áhrif á trúverðugleika tvíhliða samskipta okkar.
Til að bæta gráu ofan á svart er tilgerðarlegri setningu hnýtt aftan við: "Vegna mikilvægis málsins vildum við tjá ykkur einlægan vilja okkar til að finna lausn á deilunni um skiptingu veiðiheimildanna."
Undir þetta skrifa þrír úr ríkisstjórn Evrópuríkisins: Maria Damanaki sjávarútvegsráðherra, Stefan Füle útþenslukommissar og Karel De Gucht utanríkisviðskiptaráðherra. Einn vegna makrílsins, annar vegna umsóknarinnar og sá þriðji til að undirstrika að hér sé um alvöru hótun að ræða.
Ég lýsi furðu yfir þessu hótunarbréfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú míga þeir á sig í samtökum aðildarsinna, hlandlyktin finnst nú þegar.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 12:53
Ekki hissa á þessum kröfum, þar sem það gengur svo vel að láta Íslensku ríkstjórnina játa á sig hvað sem er. Sérstaklega skuldir sem koma þeim ekkert við.
Jónas Jónasson, 8.10.2010 kl. 16:31
Þar sem við erum blessunarlega enn utan við þennan klúbb neyðast þeir til að beyta hótunum. Eftir að við verðum komin þangað inn þurfa þeir þess ekki, þá koma einungis skipanir!!
Gunnar Heiðarsson, 8.10.2010 kl. 23:58
Mjög góð grein hjá þér að vanda Haraldur og bendir svo augljóslega á hvernig þetta Ríkjabandalag þ.e. Evrópuríkið vinnur og þjónar fyrst og síðast þeim stóru.
Það er líka hárrétt sem Gunnar Heiðarsson segir hér á athugsemd að nú neyðast þeir til að skrifa okkur hótunarbréf af því að við erum enn ekki innlimaður Hreppur í Stórríki þessara fursta ESB Valdaelítunnar. Ef og þá eftir að við yrðum ginnt þarna inn, þá verða enginn svona hótunarbréf, aðeins beinar tilskipanir sjálfra Valdsherrra ESB- Stórríkisins !
ESB sinnar fara nú mikinn yfir því að ESB klúbburinn sé við það að ná viðskiptasamningi við Suður Kóreu þeim fyrsta sem ESB hefur gert við Asíu ríki. Enn strandar þó á að finna viðunandi sérlausnir til að gæta sérhagsmuna FIAT verksmiðjanna á Ítalíu.
Einmitt svona miða allir þeirra samningar við að gæta sérstaklega og aðeins hagsmuna hinna stóru ríkja og stóru fyrirtækjasamsteypa þeirra. Ef við værum innan klúbbsins yrði aldrei hugsað sérstaklega um viðskiptalega hagsmuni okkar sem þjóðar eða helstu fyrirtækja okkar.
Ef tekst að ginna okkur inní klúbbinn falla niður allir viðskipta- og fríverslunarsamningar sem Ísland hefur sjálft gert við önnur ríki. Samningar sem voru unnir af fulltrúum íslensku þjóðarinnar og gæta sérstaklega að víðtækum hagsmunum okkar sem þjóðar og atvinnuvega okkar.
Meira að segja mjög hagstæður og hagfelldur viðskipta- og fríverslunarsamningur okkar við Færeyinga yrði eyðilagður á altari ESB valdsins.
Við tækju einvörðungu staðlaðir viðskiptasamningar ESB apparatsins sem eingöngu gæta hagsmuna hinna stóru og gætu í sumum tilvikum reynst okkur sem smáþjóð hreint og beint fjandsamlegir.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 12:25
Þakka innlitið og athugasemdirnar.
Það er örugglega rétt að hótanir breytast í skipanir ef við villumst inn í Stórríki Evrópu.
Gunnlaugur, það má bæta því við að Ísland er nú þegar með fríverslunarsamning við S-Kóreu, gegnum EFTA. Líka við Kanada og Singapúr, sem Evrópuríkið hefur ekki samið við.
Haraldur Hansson, 11.10.2010 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.