GETRAUN: Hvar er Ísland?

Í yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands til ESB frá 27. júlí 2010, segir þetta í 28. lið:

"Ísland hefur skilning á þörfinni fyrir sameiginlega sjávarútvegsstefnu í Evrópu og ekki þarf að líta nema einu sinni á Evrópukortið til að sjá að slík stefna er nauðsynleg."

europe_map 


Verðlaunagetraun:

Á meðfylgjandi Evrópukorti eru aðildarríki ESB eru auðkennd með grænu. Það þarf ekki einu sinni að líta á kortið til að svara eftirtöldum spurningum.

1) Hvar á hnettinum er Ísland?

2) Hvað liggur fiskveiðilögsaga Íslands að lögsögu margra ESB ríkja?

3) Hvaða vitglóra er í að íslensk útgerð falli undir sjávarútvegsstefnu ESB?

Í verðlaun fyrir þrjú rétt svör er flugferð fyrir einn til Brussel. Aðra leiðina. Fararstjóri er Össur lokbrá.

Fleira fróðlegt má sjá um yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands í pistli Jóns Baldurs. Hins vegar er engin skýrnig gefin á því hvers vegna sagt er "í Evrópu" í tilvitnunni hér að ofan. Ætli Norðmenn viti af þessu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband