30.9.2010 | 12:55
Eru ráðherrar "bara hásetar"?
Þegar fjölmiðlar spyrja fólkið á götunni um landsdómsmálið er enginn sáttur, þótt af mismunandi ástæðum sé. Flestir segja að annað hvort hefði átt að ákæra alla eða engan. Sumir, sem tjá sig á vefnum, telja þó niðurstöðuna ásættanlega og vísa til sjóprófa, þar sem skipstjórinn einn er dreginn til ábyrgðar vegna sjóslysa.
En skipstjórarökin halda ekki.
Geir Haarde var sannarlega skipstjórinn. En að líkja Árna, Björgvini, Ingibjörgu og hinum ráðherrunum við óbreytta háseta er út í hött. Þau voru ráðherrar! Þau voru handhafar framkvæmdavalds og þingmenn að auki. Hásetarnir á þjóðarskútunni eru mörgum mörgum lögum neðar í pýramída samfélagsins. Að jafna málinu við sjópróf gengur ekki upp.
Alþingi átti að fjalla um athæfi sem varða refsingu, en ekki (flokks)pólitískt uppgjör.
Komist menn á annað borð að þeirri niðurstöðu að framin hafi verið athæfi sem varða fangelsisvist, þá er óhugsandi að slíkur gjörningur geti skrifast á einn mann í tólf manna ríkisstjórn. Ekki einu sinni þótt hann sé forsætisráðherra, hrunið snertir of marga þætti til þess. Beri "skipstjórinn" meiri ábyrgð en aðrir, ætti það að endurspeglast í úrskurði landsdóms en ekki í pólitískum sýknudómi Alþingis.
Alþingi er máttlítið og ósjálfstætt.
Rannsóknarnefnd Alþingis gerir í skýrslu sinni margar athugasemdir við framgöngu stjórnmálamanna undanfarin ár, sem einskorðast ekki við ráðherra. Alþingi er gagnrýnt fyrir skort á sjálfstæði og faglegum vinnubrögðum, fyrir að lúta leiðtogavaldi og að vera eins afgreiðslustimpill fyrir framkvæmdavaldið. Gagnrýnt fyrir að bregðast almenningi.
Afgreiðslan á landsdómsmálinu var ekki til þess fallin að auka virðingu almennings fyrir hinni aldagömlu löggjafarstofnun. Það læðist jafnvel að manni sá grunur að sumir þingmenn hafi ekki skilið til fulls hvað í þingsályktuninni fólst. Afgreiðslan breyttist í pólitískan hráskinnaleik, sem var því miður fyrirséð.
Það þarf greinilega að endurreisa Alþingi á alla vegu: Virðingu þess, sjálfstæði og faglega getu. Þangað til er Alþingi ófært um að fara með ákæruvald.
Ískalt viðmót á þinginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð samlíking hjá þér.Áhafnir skipa eru skipstjórinn,stýrimenn og vélstjórar,og háse
Skipstjórinn ber ábyrgð á sinni áhöfn,en stýrimenn og vélstjórar eru menntaðir til ábyrgðar í sínu starfi.
Vissulega er sama skipting á Þingi.Forsætisráðherra ber ábyrgð á sínum ráðherrum,en ráðherrar bera svo ábyrgð á þeim málum,sem eru í þeirra verkahring,nú alþingismenn eiga starfa samkvæmt sinni sannfæringu,sem þeir hafa unnið eið að.
Nú fara fram hótannir á meðal þingmanna,að þeir ætla sniðganga hvorn annan,þannig að útlit er fyrir að menn munu ekki starfa eftir fyrrgreindum eið.Af þeim sökum ætti Forseti Íslands að fara fram á þingslitum og boða nýjar kosningar við þingsetningu.
Flokks og vinavæðing á Alþingi,er þjóðinni til markvíslegan skaða.
Ingvi Rúnar Einarsson, 30.9.2010 kl. 14:10
Algjörlega sammála þessu. Ef það eru einhverjir hásetar í þessu dæmi væri það þjóðin öll sem treysti á skipstjórann, stýrimenn og vélstjóra þessa lands. Fullt af stýrimönnum og vélstjórum sem bera sína ábyrgð en stukku frá borði og bentu á skipstjórann.
Sigursveinn , 30.9.2010 kl. 15:14
Það hafa nokkrir notað þessa samlíkingu ”að skipstjórinn beri ein ábyrð” en svo er það ekki í raun og veru. Fyrsti styrimaðýrimaður er með sömu réttindi og er með sama vald ef þurfa þykir, þar að auki leysir han kallinn í brúnni af 12 og 12 tima. Síðan getur ratar (Seðlabanki) og dýptarmælir (Fjáðarmálaeftirlit) bila, þá er það ekki afglöp heldur tæknilegur galli. Þar að auki virkar ekki skipið ef styrimaður og vélstjór vinna ekki sín verk (sem sagt Geir eða XD hafði ekki meirihluta á þingi, þá hefði kanski verið hægt að draga XD einan um ábyrgð ef þeir hefðu haft 51%). Ekki það að ég ætli að afsaka Geir eða aðra. Staðreyndin er bara sú að við vorum rænd og það er mergur málsins. Get ekki ímyndað mér að Geir sé arkitektin af því og hann svaf ekki einn á verðinum. Hann kanski gerði það auðveldari fyrir þjófarna að vinna í friði með sinni frjálshyggju og reiknaði með heiðalegu fólki. En það er engin sem er siðblindur og gráðugur.
Ingolf (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 15:29
Svo eru skipsströnd yfirleitt vegna mistaka en ekki af yfirlögðu ráði. Ég veit ekki til þess að skipstjórar séu dregnir fyrir dóm sem afbrotamenn.
Ráðsi, 30.9.2010 kl. 16:06
Þakka innlitið og athugasemdirnar.
Þeir sem töldu rétt að ákæra eru ósáttir af því að þrír sluppu við kærur.
Þeir sem töldu rangt að ákæra eru ósáttir af því að aðeins einn sat eftir.
Hér varð meiriháttar hrun. Efnahagslegar hamfarir. Uppgjör löggjafans, sem kemur fram í því að kæra einn fyrrverandi ráðherra og stefna fyrir landsdóm, er hálf máttlítið. Sigurður Líndal skýrði það nokkuð vel.
Haraldur Hansson, 30.9.2010 kl. 17:18
Ráðsi: Lestu yfir kæruatriðin í liðum I og II í þingsályktuninni. Það er ekki verið að kæra fyrrverandi forsætisráðherra fyrir að hafa sett íslenskt samfélag á hliðina að yfirlögðu ráði. Held að ekki nokkur maður láti sér detta slíkt í hug.
Haraldur Hansson, 30.9.2010 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.