ESB virkar ekki

internal_marketInnri markaður Evrópusambandins skilar ekki árangri.

Ef einhver ESB andstæðingur hefði sagt þetta væri hann umsvifalaust sagður fara með áróður. En hér er það Michel Barnier sem talar, sjálfur innrimarkaðs kommissar ESB. Þetta kom fram á fundi hans með fréttamönnum á mánudaginn.

Hann segir að þegnar Evrópuríkisins finni ekki lengur að innri markaðurinn - helsta stolt Evrópusamrunans - sé þeim til hagsbóta. Ísland er þátttakandi í þessu starfi og væri fróðlegt ef gerð væri vönduð úttekt á áhrifum þess hér á landi, allt frá kjúklingabringum til bankahruns.

He indicated citizens no longer realise that the internal market, long considered among the EU's most cherished achievements, "improves their lives."

Flestar hugmyndir sem Barnier nefnir til bóta varða banka- og fjármálastarfsemi. Frásögn af fundinum má sjá hér.

Barnier hefur áður setið í ríkisstjórn Evrópuríkisins. Það var 1999-2004, áður en austurblokkin gekk í ESB og meðan ríkin voru aðeins 15. Hann segir að stærsti munurinn sé að nú sé allt þyngra í vöfum og taki lengri tíma.

Það er ekki nýtt að Brusselbáknið sé óskilvirkt. Nú er t.d. unnið að breytingum á landbúnaðarstefnunni fyrir tímabilið 2014-20 (sem hljómar eins og sovésk fimm ára áætlun). Mönnum verður lítt ágengt, eins og venjulega. Kvörtun kommissarsins kemur því tæplega á óvart.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ekki heldur (virkar) lýðveldið Ísland.

Theódór Norðkvist, 23.9.2010 kl. 23:13

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þetta er útúrsnúningur hjá þér. Sérstaklega þar sem að hann talar ekki um að innri markaðurinn virki ekki. Heldur að íbúar ESB aðildarríkjanna einfaldlega finni ekki lengur fyrir kostum innri markaðurinn. Það er ekki það sama og innri markaðurinn virki ekki. Þar sem að innri markaðurinn virkar eins og til er ætlast og hefur gert það síðan til hans var stofnað fyrir nokkrum áratugum.

Eins og kemur fram í upphafi þessar fréttar. Þá vill hann að ESB snúi sér í átt að sósalískum markaði. Hvað hann á nákvæmlega við er ekki útskýrt nánar í þessari frétt EUObserver.

"EUOBSERVER / BRUSSELS – The EU needs to revert to the principles of a social market economy as its citizens no longer feel served by the single market, EU internal market commissioner Michel Barnier has said."

Tekið héðan.

Jón Frímann Jónsson, 23.9.2010 kl. 23:41

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og athugasemdirnar.

Theódór: Íslenska lýðveldið er enn á barnsaldri og virkar prýðilega. En ef við tækjum upp brusselskt lýðræði færi að syrta í álinn. Munum að kreppan tekur enda og fáein ár eru aðeins augnablik í lífi þjóðar. 

Haraldur Hansson, 24.9.2010 kl. 00:01

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Jón Frímann: Hann segir "no longer feel served by ..." sem rímar vel við þekktar stærðir.

Það er staðreynd að innri markaðurinn er ekki nálægt því eins virkur og menn ætluðu við gildistöku Maastricht 1992. Og það er líka staðreynd að öll markmiðin sem menn settu sér árið 2000 hafa brugðist.

Og ... "social market economy" er ekki sósíalískur markaður.

Haraldur Hansson, 24.9.2010 kl. 00:07

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Haraldur.

Leyfi mér að benda á: Sameiginleg mynt hefur ekki leitt til meiri viðskipta á milli evrulanda

og - Danmörk: Hinn innri markaður ESB, engin áhrif: Videnskab

 

Gunnar Rögnvaldsson, 24.9.2010 kl. 00:33

6 identicon

Gunnar Rögnvaldsson:

Leyfi mér að benda á:



Hér er áhugaverð skýrsla úr seðlabankanum um efnahaginn og evruna. Þ.e. vegna þess að fólk er mikið að pæla í því hvort evran hefði góð áhrif á efnahaginn og utanríkisviðskipti.

http://www.sedlabanki.is/uploads/files/WP-26.pdf

Útdráttur:

"Although entering a currency union involves both costs and benefits, an increasing body of research is finding that the benefits – in terms of international trade creation – are remarkably large. For example, Rose (2000) suggests that countries can up to triple their trade by joining a currency union. If true the impact on trade, income and welfare should Iceland join EMU could be enormous. However, by focussing simply on EMU rather than the broad range of currency unions studied by Rose, we find that the trade impact of EMU is smaller – but still statistically significant and economically important. Our findings suggest that the Iceland's trade with other EMU countries could increase by about 60% and that the trade-to-GDP ratio could rise by 12 percentage points should Iceland join the EU and EMU. This trade boost could consequently raise GDP per capita by roughly 4%. These effects would be even larger if the three current EMU outs (Denmark, Sweden and the UK) were also to enter EMU. ""

Egill A. (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 01:10

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Andy Rose (2000) skýrslan, Egill, varð afar fræg og fór eins og eldur í sinu á sínum tíma. Hún sjússaði sig fram til 200% aukningar í viðskiptum á milli EMU landa. Oft var vitnað í þessa skýrslu á fæðingardeild EMU. En áhrifin urðu sem sagt núll. En þetta seldi EMU ágætlega, öllum til ógagns en engum til gangs nema Þjóðverjum, sem þó höfðu engan áhuga á evru (sjá: Þá voru 155 hagfræðingar sammála um eitt)

Þetta WP frá Seðlabanka Íslands er frá 2004, Egill. Líklega ágætis efni í krossgátu núna.

Gunnar Rögnvaldsson, 24.9.2010 kl. 01:26

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Daglegur öfugsnúður Andsinna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.9.2010 kl. 09:46

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar.

Þessi 10 ára gamla draumsýn segir allt sem segja þarf:

... countries can up to triple their trade by joining a currency union. If true the impact on trade, income and welfare should Iceland join EMU could be enormous.

Er þetta ekki einmitt samevrópski loftkastalinn sem hrundi?

Haraldur Hansson, 24.9.2010 kl. 12:37

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Haraldur, Þú ert einfaldlega að snúa útúr orðum þessa manns og fréttin er ennfremur ekkert traust heldur. Það er staðreynd að innri markaðurinn virkar eins og ætlast er til.

Hvað evruna varðar, þá virkar hún líka. Enda tekur Eistland upp evruna núna þann 1 Janúar 2011 og verða ekki í neinum vandræðum með það.

Ég vona að Gunnar Röngvaldsson njóti komandi verðbóglutoppar á Íslandi, sem í versta falli mun toppa í 100 til 500% verðbólgu ef allt fer á versta vel. Eins og staðan er það verði líklegasta niðurstaðan á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 24.9.2010 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband