Íþróttaálfinum stolið út Latabæ

ESB hefur eytt meira en tveimur milljörðum í ávaxtarannsóknir þar sem komist var að því að það er hollt að borða ávexti. Þá vitum við það. Stór hluti peninganna fór í að hanna ofurhetjuna Mr. Fruitness, sem er lítið annað en grænklædd stæling á íþróttaálfinum í Latabæ.

alfurinn
Íþróttaálfurinn
er hugarsmíð Magnúsar Scheving. Hann er ráðagóð hetja með krafta í kögglum, sem er ætlað að hvetja börn til að borða hollan mat; grænmeti og ávexti.

Mr. Fruitness er hugasmíð möppudýranna í Brussel. Hann er ofurhetja með yfirnáttúrulega krafta, sem er ætlað að hvetja börn til að borða hollan mat; grænmeti og ávexti.

Mr FruitnessVerkefnið sem gat af sér Mr. Fruitness var kallað IsaFruit og stóð yfir í fjögur ár. Alls komu um 200 vísindamenn að verkinu. Niðurstöður voru nýverið kynntar með pompi og prakt í Brussel.

Ein af helstu niðurstöðunum er að það má minnka líkur á að epli skemmist með því að dýfa þeim í 50-52 gráðu heitt vatn í 40 sekúndur og að það er gott fyrir kólesterólið að borða tvö epli á dag. En stærsti og dýrasti afrakstur verkefnisins er Mr. Fruitness.

Að sjálfsögðu hefur verið búinn til ESB vefsíða á fimm tungumálum um Mr. Fruitness. Smellið hér og njótið. Þar er hægt að taka þátt í leik og fá uppskriftir.


Sannar sögur frá Brussel
Þær eru ófáar sögurnar frá Brussel sem eru með svo miklum ólíkindum að margir telja þær hreinan uppspuna. Þær væru efni í stóran greinaflokk og þessi um stóru ávaxtarannsóknina er dagsönn. Margir telja að svona verkefni eigi alls ekki að vera á verksviði ESB og eru ósáttir við að peningum sé eytt í þau á sama tíma og aðildarríkjum er gert að spara á öllum sviðum.

Það tekur glansinn af verkefninu að stærsti afraksturinn er svo mikil stæling á íþróttaálfinum úr Latabæ, að jaðrar við hugverkastuld. Sá grænklæddi úr Möppudýragarði tekur þó líklega ekki lýsi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er grein úr daily mail sem er frægt fyrir það að koma með svokallaða euromyths sem eru svo oftast falskir:

Hérna er svar við þessu:

http://ec.europa.eu/unitedkingdom/blog/index_en.htm

Og hérna er greinin:

http://www.dailymail.co.uk/news/article-1296910/EU-spends-12m-employing-200-researchers-conclude-fruit-good----didnt-know-that.html

Egill A. (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 14:17

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þegar til kastann kemur (fyrir þjóðaratkvæði um aðild) þá verður tekið meira mark á ykkur hörðustu ESB-andstæðingunum ef þið hafið sýnt þokkalega tryggð við sannleikann og heilbrigða skynsemi við upplýsingaöflun þegar grunur ætti að vakan um að lýgin sé á ferð, við það sem kvótið úr bresku áróðurspressunni eins og berlega er hér.

Annars bestu kveðjur

HJH

Helgi Jóhann Hauksson, 22.8.2010 kl. 15:36

3 identicon

Alveg trúi ég þesari frétt frá Daily Mail um ESB hégóman og bruðlið í öllum meginatriðum.

Þetta er svona ekta eitthvað svo svipað og áróðursmaskínur Sovétríkjanna gömlu reyndu að gera svona yfirmáta klaufalega svona Sovéskur rétttrúnaðar eitthvað !

Það þarf ekki að segja neinar tröllasögur af sóuninnini og spillingunni innan ESB elítunnar.

Við Helga Jóhann hinn sanna ESB rétttrúnaðarsinna þá vil ég segja það að þegar til kasta þjóðaratkvæðis kemur sem vonanandi verður sem fyrst þá verður tekið saman öll lygin og blekkingarnar sem ESB trúboðið á Íslandi hefur reynt að bera á borð fyrir þjóðina um dýrðir og listisemdir ESB.

Öfugt við ykkur ESB sinnana flesta, þá þarf Haraldur Hansson alls engu að kvíða í því sannleiks- uppgjöri ! 

Samanber aðal frasann ykkar sem að mestu er alveg þagnaður:

"ÞETTA HEFÐI ALDREI GERST HEFÐUM VIÐ VERIÐ Í ESB OG MEÐ EVRU"

En mannkynnssagan hefur nú ærlega afhjúpað og sannað það að þessi áróðursfrasi var og er einhver mesta og versta lygi gervallrar Íslandssögunnar.

Við ESB andstæðingar þurfum ekkert að óttast sannleikann eða lýðræðið eða þjóð okkar. Þjóðin stendur með málstað sínum og hafna ESB helsinu ! 

Hinns vegar sér íslenska þjóðin það vel að það eruð þið ESB aftaníossar Íslands sem eruð eruð á flótta undan öllu þessu þrennu !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 16:04

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar.

Fyrir allmörgum árum var gerð samfélagskönnun á Íslandi. Flosi heitinn Ólafsson gagnrýndi hana í útvarpspistli og beitti háði eins og honum einum var lagið.

Ein niðurstaða könnunarinnar var að “yfirgnæfandi meirihluti Kópavogsbúa borðar kvöldmat um sjöleytið”.

Hin nýja rannsókn ESB á það sammerkt með íslensku könnuninni að ein af niðurstöðunum er eitthvað sem allir vita og þarf ekki dýra rannsókn til að sanna. Það er sjálfsagt að gagnrýna það þótt ekki hafi ég húmor Flosa á valdi mínu.

Haraldur Hansson, 22.8.2010 kl. 23:58

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Eflaust eru einhverjir breskir fjölmiðlar gagnrýnni á skrifræðið en aðrir, þótt ég hafi ekki sett mig inn í það.

En ... ESB stóð fyrir IsaFruit verkefninu. Það kostaði €13,8 milljónir. Verkefnið var kostað af almannafé. Það er umdeilt að ESB eyði fjármunum í verkefni af þessu tagi. Einn dýrasti þátturinn var að búa til Mr. Fruitness. Margar af niðurstöðunum voru fyrirfram þekktar staðreyndir.

Og hvað? Á að dæma fréttina úr leik af því að blaðið heitir Daily Mail?

Það er líka ljóst að Mr. Fruitness og íþróttaálfurinn eru af fígúrur af sama toga.

Haraldur Hansson, 23.8.2010 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband