2.2.2010 | 08:24
Spánn ógnar evrunni
Hann var sakaður um svartsýnisraus og uppnefndur "Doctor Doom" þegar hann spáði eignabólu, kreppu og bankahruni löngu áður en kreppan skall á. Frægur er fyrirlestur hans fyrir fullu húsi hagfræðinga og fulltrúa AGS á fundi í New York í september 2006.
Í dag er Nouriel Roubini aðeins titlaður prófessor í hagfræði við New York háskóla og menn taka meira mark á honum en mörgum starfsbræðra hans. Háðsglósur um dómsdagsspár heyrast ekki lengur.
Roubini telur hættu á að evrusvæðið eigi eftir að liðast í sundur. Kannski ekki á þessu ári eða því næsta, en hættumerkin eru augljós. Einn þekktasti fjárfestir heims, George Soros, telur líka að veikleikamerkin séu alvarleg.
Núna er öll athyglin á Grikklandi, enda landið aðeins hænufeti frá gjaldþroti. Roubini segir að samt sé Spánn mesta ógnin við evruna. Hagkerfi Spánar er það fjórða stærsta í €vrulandi, atvinnuleysið gífurlegt og bankarnir veikir.
Ef Grikkland fer í þrot er það "problem", en ef Spánn kemst í þrot verður það "disaster" fyrir evrusvæðið.
€vran, þetta undrameðal sem átti að verða allra meina bót, gæti reynst snákaolía hin versta, fyrir öll þau ríki sem ekki heita Þýskaland eða Frakkland. Össur og Jóhanna vilja örugglega fá hana samt, enda er það trúaratriði hjá þeim að koma Ísland inn í Evrópuríkið fyrir flokkinn sinn. Ekki fyrir þjóðina, heldur fyrir flokkinn.
Athugasemdir
Linkur í færslunni, á frétt New York Times um fyrirlesturinn fræga, krefst nú innskráningar.
Á Roubini Global Economics er hægt að sjá fréttina í heild (hér) ásamt stuttum inngangi.
Haraldur Hansson, 2.2.2010 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.