Að drepa gamla fólkið

"AGS heimtar svo skattahækkanir, niðurskurð opinberra útgjalda og kauplækkanir hjá öllum. Það er í besta lagi að loka sjúkrahúsum, stytta skóladaginn og drepa gamla fólkið úr næringarskorti svo lengi sem bankar í útlöndum fá sitt."

Þetta er tekið úr grein sem Jóhannes Björn birti á fimmtudaginn (hér) og er þriðja grein hans um horfur í efnahagsmálum. Þarna er talað um Lettland. Í Lettlandi er t.d. búið að loka 29 sjúkrahúsum og leggja niður yfir 100 grunnskóla. Allt í boði AGS, ESB og evrunnar.

Ísland er ekki nema hársbreidd frá því að leggja grunn að lettnesku ástandi, t.d. gæti ein IceSave undirskrift gert útslagið. Það ætti ekki að vera of flókið að koma í veg fyrir það með þjóðaratkvæðagreiðslu.

 


mbl.is Ekki of flókið árið 2003
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

AGS er best líst núna í framkomu sinni við Haiti, bjóðast til að bæta á lán þeirra með svimandi vöxtum til að hefja endurreisn... Land sem á varla heila brú lengur ef maður getur orðað það svo.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.1.2010 kl. 23:29

2 identicon

Er ekki bara T4 á leiðini til okkar?  http://www.youtube.com/watch?v=PweE9tbb4QI&feature=channel     Eins og heimselítunni sé ekki skítsama um eitthverja kakkalaka eins og okkur. Það er nú allt í rúst á Haiti svo það stefnir í eitthvern gróða þar fyrir þetta vesalings fólk sem sem á AGS. Almenningur í heiminum hefur nú ekki verið neitt sérlega rausnarlegur við þennan hóp sem á svona ofboðslega bágt, það hafa nú aðeins farið eitthverjir tugtrilljóna dollara virði brauðmolum til þessa fólks núna undanfarna mánuði. Það hlýtur að eiga heimtingu á að eiga fyrir salti í grautinn.

Alex (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 01:11

3 Smámynd: SeeingRed

Ætlaði sjálfur að benda á þessar greinar, Jóhannes Björn er skarpskyggn og athugull, las bókina hans Falið Vald í kríngum 1980 og hún varð svo sannarlega til að opna augun, opna þau það mikið að það sem kemur fram í þessari mynd kemur mér ekki á óvart, ekki frekar en fjármálahrunið þegar það kom.

Fólk verður að fara að hlusta á framsýnt fólk eins og Jóhannes Björn, Gerald Celente (einn af þeim framsýnni, rekur og stofnaði Trend Research Institute 1980 og er ómissandi ef maður er lítið fyrir að láta koma sér illa á óvart) og fjölda annars málsmetandi fólks, fólks sem varar við því sem er að fara að gerast þrátt fyrir andstreymi og reynt sé stöðugt að gera lítið úr ábendingum þess, bendir á spillingu og samsæri, bendir á blekkingar og annarlegan lobbíisma auðhringja og risafyrirtækja og svo framvegis.

Fólk þarf að hætta að hlusta á vaðalinn í þeim sem hafa ekki séð nokkurn skapaðan hlut fyrir, þá sem eru of spilltir eða hagsmunatengdir að þeir geta ekki talað heiðarlega, hætta að hlusta á þá sem töldu allt í blóma þar til áfallið ríður yfir, flestum að óvörum eftir að taka mark á "sérfræðingum " og pólitíkum þar sem margir töluð greinilega gegn betri vitund, greiningardeildaræpan er svo sér kapítuli, að nokkur taki yfirhöfuð eitthvað mark á þeim eftir það sem undan er gengið er raunar með ólíkindum, trúverðugleyki þeirra er nákvæmlega enginn hjá hverjum hugsandi manni. Hlustum á þá sem hafa reynst raunsæir í fortíðinn frekar en hina óteljandi sem reyndust bullukollar, það á ekki að leita ráða hjá þeim um framhaldið, engin skynsemi í því og ólíklegt að þeir sé allt í einu orðið raunsæir.

SeeingRed, 18.1.2010 kl. 01:48

4 Smámynd: Arnar Sigurðsson

Sæll Haraldur,

Sem stendur fjármagnar ríkissjóður fjárlagahalla með útgáfu skuldabréfa á gríðarlega háum vöxtum eða í kringum 8% óverðtryggt til 2025 og hugsanlega verðtryggt með 3,6%.  Vegna gjaldeyrishafta setja fjárfestar fé sitt í þessi bréf en væru höftin ekki til staðar væri ávöxtunarkrafan miklu hærri.

Ef ekki má skera niður ríkistútgjöld, hvernig á þá að fjármagna hallann eftir að höftum verður aflétt ?

AGS gerir ekki neina kröfu um lokun sjúkrahúsa hvorki hér né í Lettlandi.  Það er hinsvegar ákvörðun ríkisstjórnarinnar að beita flötum niðurskurði á heilbrigðis og menntamál, án þess að snerta á ýmis konar fitu á ríkisrekstrinum sem engum tilgangi þjónar.

Arnar Sigurðsson, 18.1.2010 kl. 17:44

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þetta er slæmt, en síðan bætist við að við erum að taka vonina frá unga fólkinu. Síðan jarmar trúarliðið, þetta er alls ekki svo slæmt, ESB leysir allt þetta.

Sigurður Þorsteinsson, 18.1.2010 kl. 18:08

6 identicon

Það er náttúrulega bara spursmál um kurteisi að borga Icesave. Það er algjört aukaatriði þótt velferðaríkið verði lagt af og atvinnulífið lamist og fátæktin verði sambærileg og í þróunarríki. Vinir okkar í evrópubandalaginu munu bjóða okkur svo hagstæðan samning að við þurfum engar áhyggjur að hafa framar,t.d mun meðalhiti yfir sumarmánuðina aldrei fara niður fyrir  25 gráður á celcius. Allar gangstéttir verða gullhúðaðarog langlífi mun verða helsta vandamálið því heilbrigðiskerfið verður svo öflugt að læknar og hjúkrunarlið munu elta mann hvert sem maður fer. Varla er Samfylkingin að ljúga að okkur er það? Við hljótum að þurfa að samþykkja þrælalögin.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 20:57

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég fagna því hversu menn einblína á skammstafanir til lað fá útrás fyrir gremju sína. AGS er góð skammstöfun til að skammast út í. ESB er líka svona skammstöfun. Það var að renna upp fyrir mér hvers vegna þetta heita skammstafanir nema hvað til að skammast útí. Ísland er ekki skammstöfun og því ber það fyrirbæri engar skammir. - Þessu fylgja engin rök. Það þarf ekki þar sem skammstöfun er rök í sjálfu sér. - Maður bara segir ES eða ESB eða US eða USA eða AGS og þá kemur allt svínaríið uppá yfirborðið um leið. Þarf ekkert að hugsa.

Gísli Ingvarsson, 18.1.2010 kl. 21:06

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka ykkur öllum innlitið og athugasemdirnar.

Ég sé ekki að T4 eigi við hér og nú og set stórt spurningamerki við samlíkinguna sem kemur fram í myndinni, en þakka ábendinguna um Gerald Celente.

Arnar: Þetta með lokun sjúkrahúsanna kemur ekki fram í færslu Björns, en kom fram í ítarlegri umfjöllun í 2. þætti Fréttaaukans í september. Þótt Fréttaaukinn sé á Youtube virðist vanta þetta eina innslag í safnið, sem ég kann ekki skýringu á.

Gísli: Lestu grein Björns, sem vísað er á í færslunni. Bendi sérstaklega á það sem hann segir um AGS og Lettland annars vegar og um ESB og Grikkland hins vegar. Það gæti skýrt eitthvað.

Haraldur Hansson, 19.1.2010 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband