26.6.2012 | 00:46
Þetta er viðvörun. Lokaviðvörun!
Viðtengd frétt er um að Ísland hafi fengið lokaviðvörun. Við hverju er varað? Hvað skal gera? Það er eftirlitsstofnun EFTA sem sem sendir okkur þessa viðvörun ...
... vegna innleiðingar tilskipunar um gerðarviðurkenningu vélknúinna ökutækja með tilliti til endurnotanleika, endurvinnanleika og endurnýtanleika þeirra í því skyni að laga hana að tækniframförum.
Nú jæja! Skilur þú þetta?
Hvað er "gerðarviðurkenning"? Er orðið til í orðabók? Hver er munurinn á endurnotanleika, endurvinnanleika og endurnýtanleika? Og hver er þessi hún sem á að laga að tækniframförum?
Ég veit að þetta er þýtt beint úr brusselsku, en það mætti snara þessu yfir á mannamál í leiðinni, þannig að óbreyttir lesendur Mbl.is skilji hvers konar lokaviðvörun þjóðin var að fá. Svona ekta möppudýramál er illskiljanlegt, í besta falli.
![]() |
Ísland fær lokaviðvörun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)