Fullkomin uppgjöf?

Útgerðin er ein af veigamestu undirstöðum okkar. Hún verður að vera arðbær. Að treysta á styrki er ávísun á hnignun.

Daginn sem íslensk útgerð byrjar að taka við erlendum styrkjum eru dagar hennar taldir. Þá verður aðeins tímaspursmál hvenær hún hættir að vera arðbær atvinnugrein, okkur öllum til tjóns.


Er þetta alvara eða andóf?

Það væri átakanlegt ef sveitungar mínir fyrir vestan meintu þetta í alvöru. Ég læt þá njóta vafans. Treysti á að tillagan sé aðeins táknrænt andóf.

Þeir vita hvaða hug sjávarútvegsráðherra ber til ESB og með þessu má ýta við honum til að knýja á um "betri skilning á málefnum landsbyggðarinnar" eins og þeir orða það. 

Ég neita að trúa að Samfylkingunni hafi tekist það ætlunarverk sitt, að skapa svo mikið vonleysi að fólk sjái það sem kost að skríða inn í ESB í fullkominni uppgjöf.

 


mbl.is Vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband