25.8.2011 | 23:45
Mætti kannski bjóða yður að kjósa?
Gefum okkur að nú sé boðið upp á persónukjör. Þú þarft ekki að velja heilan flokk, bara þá einstaklinga sem þú treystir best. Hér er öflugur 20 manna framboðslisti fólks sem starfar, eða hefur starfað, í pólitík. Með góða menntun og starfsreynslu.
Ef þú mættir velja þrjá frambjóðendur í persónukjöri, hverja myndir þú kjósa? (Það er hægt að smella á myndina til að stækka hana.)
Jæja, ertu búin(n) að velja?
Þekktir frambjóðendur eru líklegri til að hljóta kosningu, eins og persónukjör til stjórnlagaþingsins sáluga sýndi. Þeir sem þekkja fleiri en þrjá á þessum lista eru líklega teljandi á þumalfingri annarrar handar. Hin sautján eru öll starfandi ráðherrar.
Þau tala ekki íslensku, hafa fæst (ef nokkur) komið til Íslands og sum gætu ekki fumlaust fundið landið á korti. Þau bera ekkert skynbragð á íslenska þjóðarsál. Þau sitja í ríkisstjórn Evrópuríkisins.
Þetta er fólkið sem Össur og uppgjafarsinnarnir vilja fela stjórn Íslands. Nafnlaus andlit sem þurfa að sjá landið "með annarra augum, í 300 mílna fjarska" eins prestssonurinn frá Hrafnseyri orðaði það forðum.
Sniðugt? Nei.