Mætti kannski bjóða yður að kjósa?

Gefum okkur að nú sé boðið upp á persónukjör. Þú þarft ekki að velja heilan flokk, bara þá einstaklinga sem þú treystir best. Hér er öflugur 20 manna framboðslisti fólks sem starfar, eða hefur starfað, í pólitík. Með góða menntun og starfsreynslu.

Ef þú mættir velja þrjá frambjóðendur í persónukjöri, hverja myndir þú kjósa? (Það er hægt að smella á myndina til að stækka hana.)

 

frambod_urvalsdeild 

 

Jæja, ertu búin(n) að velja?

Þekktir frambjóðendur eru líklegri til að hljóta kosningu, eins og persónukjör til stjórnlagaþingsins sáluga sýndi. Þeir sem þekkja fleiri en þrjá á þessum lista eru líklega teljandi á þumalfingri annarrar handar. Hin sautján eru öll starfandi ráðherrar.

Þau tala ekki íslensku, hafa fæst (ef nokkur) komið til Íslands og sum gætu ekki fumlaust fundið landið á korti. Þau bera ekkert skynbragð á íslenska þjóðarsál. Þau sitja í ríkisstjórn Evrópuríkisins.

Þetta er fólkið sem Össur og uppgjafarsinnarnir vilja fela stjórn Íslands. Nafnlaus andlit sem þurfa að sjá landið "með annarra augum, í 300 mílna fjarska" eins prestssonurinn frá Hrafnseyri orðaði það forðum.

Sniðugt? Nei.

 


Bloggfærslur 25. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband