Förum í stríð! Það eru 133 krónur í húfi

Ef 133 krónur er ekki ástæða til að fara í stríð, hvað þarf þá til? Eftir að Stöð 2 birti hræsnisfréttina sína tók samfylkingarvefurinn Eyjan við undir fyrirsögn í binga stíl. Athugasemdirnar eru í samræmi við það.

Það skal ráðist á bændur og lumbrað á þeim. Þeir geta ekki farið í verkfall eins og launamenn til að sækja kjarabætur. Leið þeirra er að fá afurðaverð hækkað þegar nauðsyn krefur. Það er notað sem tylliástæða fyrir árásunum.

Bændur eru sagðir skerða kjör landans með frekjulegum hækkunum. Ef rýnt er í tölur Hagstofunnar um neysluútgjöld og dæmið reiknað til enda, kemur í ljós að hin „frekjulega hækkun" kostar meðal Íslending 133 krónur á mánuði.  


Einn hópur manna þarf enga tylliástæðu.
Síðustu daga hafa komið þrjár árásir úr þeirri átt. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vill sniðganga lambakjöt, Þorsteinn Pálsson fulltrúi í ESB samninganefndinni fór langt út fyrir mörk skynseminnar í Fréttablaðsgrein og Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri sama blaðs leggur leiðara undir hnútukast í garð bænda.

Lykilatrið í þessu sambandi er þetta:

Þeir Gylfi, Þorsteinn og Ólafur eru allir samfylkingarmenn sem dreymir um inngöngu í Evrópusambandið. Tveir þeirra eru reyndar flokkavilltir felukratar sem eiga skírteini í öðrum flokki, en kratar samt.

Aðildarsinnar ráðast reglulega á bændur til að lækka varnir þeirra, enda líta þeir á þá sem hindrun á leiðinni til Brussel. Það er hin raunverulega ástæða fyrir stóra lambakjötsmálinu. Þeir "gleyma" smáatriðum eins og að við inngöngu myndu íslenskir skattgreiðendur borga 100 milljónir á mánuði í niðurgreiðslu á evrópskum landbúnaði.

Ólafur ritstjóri endar leiðara sinn á þessum orðum:


Búnaðarþing virðist vilja setja íslenzkan landbúnað í einhvers konar tímahylki og varðveita hann þar. Viljum við hin vera með í þessu hylki?
 

Hvar hefur maðurinn verið? Fáar stéttir, ef nokkur, taka bændum fram í hagræðingu, nýbreytni og góðu framtaki síðustu tvo áratugina eða meira. Þeir hafa tekið upp nýjungar í búskap og aukið framleiðni stórkostlega. Kornrækt, gróðurhús, orkuframleiðsla, skógrækt, ferðaþjónusta og nýjungin Beint frá býli eru dæmi um kraftinn í bændum.

Hugmyndir Ólafs um bændur eru hins vegar pikkfastar í tímahylki. Eða þá að það hentar ekki málstaðnum að opna augun. Það sem ég hef að segja um íslenska bændur má sjá með því að smella hér.


Nýjasti þátturinn
í stóra lambakjötsmálinu er að ráðast gegn ráðherra fyrir að leyfa ekki innflutning. Er ekki best að hann sæki sér fyrirmynd til Evrópuríkisins? Það er jú fyrirheitna land uppgjafarsinna.

Þar er innflutningur á matvælum hressilega tollaður eða beinlínis bannaður frá löndum utan sambandsins. Styrkir og tollvernd eru nefnilega ekki íslensk fyrirbæri, aldeilis ekki. En það hentar tilgangi árásanna best að "gleyma" aukaatriðum eins og sannleikanum. 

Þetta 133 króna stríð er orðið átakanleg della.
 


Bloggfærslur 20. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband