8.11.2011 | 12:55
Hræsni
Þótt Berlusconi sé bæði skrýtinn og spilltur er hann réttkjörinn leiðtogi á Ítalíu með lýðræðislegt umboð frá kjósendum. Vilji menn losna við hann á að gera það á ítölskum forsendum eftir leikreglum lýðræðisins.
Það skiptir nefnilega miklu máli hvernig hlutina ber að.
Engum dylst að Merkozy hefur grafið undan trausti Berlusconis, meira að segja hló að honum í beinni. Skriflegar fyrirskipanir frá ECB og kröfur ESB um niðurskurð, skattahækkanir og eignasölu eru afskipti sem miða að því að bola Berlusconi frá völdum. Þá fá þau einhverja Bossi dyramottu í staðinn.
Þegar Berlusconi missir embættið mun Merkozy mæra hann af sömu hræsninni og þegar þeim tókst að bola forsætisráðherra Grikklands frá. Það þótti algjör nauðsyn, annars hefði hann leyft þjóð sinni að kjósa um stöðu sína og framtíð.
Merkozy tjáði sig þá, í sitt hvoru lagi. Merkel sagðist virða ákvörðun Papandreous og talsmaður Sarkozys hrósaði Grikkjum fyrir þá góðu lausn að mynda þjóðstjórn. Þvílík hræsni.
Eftir að hafa fellt tvær lýðræðisleg kjörnar ríkisstjórnir, er Merkozy komin í hörkuþjálfun. Fyrst Slóvakía, svo Grikkland og lýðræðinu hent í ruslflokk. Þegar Ítalía bætist á afrekaskrána mun ekki vefjast fyrir þeim að þakka Berlusconi góð kynni og hrósa honum smá um leið og kætast yfir að hafa bolað honum í burtu líka.
Og allt er þetta gert til að bjarga evrunni!
![]() |
Bossi vill að Berlusconi segi af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |