Spillingin á lögheimili í Brussel

Það var óheppileg tilviljun þegar skipafélag gríska milljarðamæringsins Spiro Latsis fékk €10,3 milljónir í styrk frá ESB, mánuði eftir að forsetinn José Barroso eyddi vikufríi á lúxussnekkju í eigu Latsis. Svona óheppni getur sáð fræjum tortryggni.

Nú ætlar Jóhanna til Brussel í vikunna að ræða við báða forseta ESB. Efni fundanna er ekki gefið upp, en lýðræði, opin stjórnsýsla, fagleg spilling og gjaldmiðill í öndunarvél eru líkleg fundarefni. 

"Það er bara misskilningur að það sé einhver spilling í Evrópusambandinu, þar gilda reglur sem farið er eftir" sagði mér maður sem vill ganga í ESB gagngert til að draga úr spillingu og uppræta klíkuskap.

berlusconi_scandalÞað hlýtur þá að vera uppspuni að Ítalíu sé að hálfu stjórnað af félagi sem heitir Mafía og að hálfu af siðblindum Berlusconi  sem kaupir sér samkvæmisleiki með stúlkum (sem sumar hafa náð lögaldri).

Það er ábyggilega tilbúningur að forseti Frakklands hafi skipað ungan son sinn í hálaunastarf. Eða að breskir þingmenn hafi þurft að segja af sér fyrir peningasukk og þrír endað í fangelsi.

Þessar fréttir úr Evrópu hljóta allar að vera skáldskapur gulu pressunar. Strauss-Kahn er ekki einu sinni í framboði lengur í Frans. 

Þeir sem segja að spillingin blómstri í Grikklandi eftir 30 ára veru í ESB og að Búlgarar upp til hópa bjóði atkvæði sitt til sölu eru að fara með ósannindi. 

Allar þessar fréttir eru svona rangar af því að blaðamenn skilja ekki inntak vandaðrar spillingar. Forsetarnir munu fullvissa Jóhönnu um að spilltir pólitíkusar á Íslandi séu eins og meinlaus kaupfélagsklíka í samanburði við fagmennina ytra og verði að ganga í ESB til að læra til verka. 

Í Brussel, þar sem spillingin á lögheimili, er allt eins og það á að vera því "þar gilda reglur sem farið er eftir". Spillingin eftir reglum elítunnar er vönduð og vænleg, enda blasir árangurinn hvarvetna við.


mbl.is Jóhanna fundar í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband