2.11.2011 | 23:17
Do you understand the Euro?
Hér er nokkuð sem Grikkir þurfa að kynna sér áður en þeir greiða atkvæði um hvort þeir eigi að halda evrunni eða henda henni. Portúgalar og Írar ættu að tékka á þessu líka.
Sketsinn um seðlaprentun var fyndinn hjá þeim Clarke og Dawe, en þessi er ennþá betri. Aftur er Clarke í hlutverki hagfræðingsins. Umræðuefnið er Evran, sem þeir flokka sem trúarbrögð!
Þetta er stutt, snjallt og fyndið.
DAWE: Do you understand the euro?
CLARKE: No, I'm an economist. No, you want religious questions, Bryan, you've gotta go and get somebody appropriately qualified. I'm an economist.
... og þetta er bara byrjunin. Góða skemmtun.
![]() |
Staðfesti að evrusamstarfið sé undir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2011 | 20:56
Lýðræðið sett í ruslflokk
Hver sá sem ber veigamikil mál undir þjóðaratkvæði er ógn við Evrópu.
Þetta eru skilaboðin frá mörkuðunum og evrópskum stjórnmálamönnum. Merkozy nær ekki upp í nef sér, Barroso hefur í hótunum og Rompuy vill halda fund. Nýjasti björgunarpakkinn entist ekki nema í tvo daga.
Ástæðan: Forsætisráðherra Grikklands ákvað að bera undir þjóð sína stórmál sem varðar stöðu hennar, framtíð og möguleika.
Leiðtogar ESB ríkja lýsa því sem hryllingi ef einn úr þeirra hópi segir orðið atkvæðagreiðsla" upphátt! Óttinn við lýðræðið mun yfirtaka G20 fundinn sem byrjar á morgun. Obama verður að sætta sig við aukahlutverk, sem verður ný reynsla fyrir forseta Bandaríkjanna.
![]() |
Grikkir kjósa um aðild að evrusvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2011 | 12:53
Lýðræði - δημοκρατία
Grikkland er vagga lýðræðisins og að stórum hluta vestrænnar menningar. Dēmokratía - stjórn fólksins - var tekin upp í Grikklandi löngu áður en Merkel og Sarkozy fermdust.
Forsætisráðherra Grikklands vill beita lýðræðinu í stórmáli og hefur ærna ástæðu til, en þá fer allt á annan endann í Evrópu. Hvers vegna?
Grikkir ráða ekki yfir eigin gjaldmiðli og hafa þess vegna þurft að lækka laun í tvígang. Núna þurfa þeir að vinna 56% meira fyrir hverri evru.
Evran er þungbær verðtrygging fyrir jaðarríki í Evrulandi. Grikkir eru í raun að greiða fullar verðbætur á neyðarlánin og heimsins hæstu vexti að auki.
Þeir þurfa að selja hafnir, flugvelli og aðrar eignir að kröfu AGS og ESB en það dugir ekki til.
Nú eiga þeir að taka enn eitt neyðarlánið sem verður evru-verðtryggt upp í topp með ofurvöxtum. Grikkland er á hausnum, hvort sem stjórn fólksins segir nei eða já, þótt munur sé á útfærslu og afleiðingum.
Það er skiljanlegt að forsætisráðherrann sæki umboð til þjóðarinnar áður en svona stór ákvörðun er tekin, það vill enginn einn ráða þessu. En í Brussel, þar sem menn þekkja ekki lýðræði nema af afspurn, eru menn bæði hissa og hneykslaðir.
![]() |
Grísk atkvæðagreiðsla hugsanlega í desember |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |