18.11.2011 | 01:23
Já! Ísland – toppar vitleysuna
Félagsskapur sem heitir "Já! Ísland" er orðinn enn furðulegri en Evrópusamtökin. Nú keppast þeir við að toppa sjálfa sig í vitleysunni. Maður hlýtur að spyrja sig: Ef þeim finnst ESB svona æðislegt, hvers vegna dugir þeim ekki að segja satt? Hvers vegna alltaf að hagræða upplýsingum og sveigja sannleikann?
Það er klárt mál að þeir blekkja engan, í best falli ljúga að sjálfum sér. Til hvers?
Af nógu er að taka, en hér koma tvö nýjustu afrekin þeirra:
Á bloggsíðu sinni birtu samtökin yfirlit, sem er ætlað að gefa glansmynd af ESB, slæma mynd af Íslandi og versta þó af krónunni. Þar eru þrjár meginreglur vandaðrar upplýsingagjafar brotnar.
#1 - handvalinn samanburður
Breyting á kaupmætti frá árinu 2008 borin saman við þrjú valin Norðurlönd. Hvers vegna ekki breyting frá 2000 eða 1990 til að fá alvöru samanburð? Hvers vegna ekki við 10 Evrópuríki sem gefa þverskurð af ESB? Vegna þess að það þjónar ekki tilganginum.
#2 - óviðkomandi þáttum bætt inn
Sagt frá að 84% íslenskra ungmenna langar til að vinna í öðru Evrópuríki í lengri eða skemmri tíma". Og hvað? Öll ungmenni dreymir um að hleypa heimdraganum og skoða veröldina. Af þeim sem láta verða af því fara langflest til Evrópulands sem heitir Noregur og er ekki í ESB (en það kemur ekki fram í yfirlitinu).
#3 - óþægilegum hlutum sleppt
Þótt fjallað sé um 10 málaflokka er þess vandlega gætt að gleyma að minnast á atvinnuleysi. Það hentar greinilega ekki málstaðnum.
... og svo kom skoðanakönnun
Eins og við mátti búast, þegar ESB sinnar eru annars vegar, gátu þeir ekki sleppt því að brjóta grunnreglur fagmennsku við skoðanakönnun. Hengdu þjóðaratkvæði á annan kostinn til að gera hann fýsilegri en hinn og beina þannig atkvæðunum þangað. (Spurninginn mun hafa verið í tveimur útgáfum, en ekki hefur verið greint frá hvort munur var á niðurstöðum.)
Með því að telja aðeins þá sem svara tókst að koma stuðningi við blindflugið til Brussel upp í 53%. Yfir því kættist formaður félagsins Sterkara Ísland miðað við þær aðstæður sem við er að glíma í Evrópu um þessar mundir".
Formaðurinn sá hefur m.a. afrekað að skrifa furðulegustu grein sem birst hefur um fiskveiðar í ESB umræðunni. Þó ekki náð að toppa kjánaskrif formanns Evrópusamtakanna. Það hlýtur að vera næst á dagskrá hjá Já! Íslandi.
----- ----- -----
PS: Rétt að taka fram að Fréttatíminn segir að Sterkara Ísland hafi staðið fyrir skoðanakönnuninni en Evrópusamtökin segja að Já! Ísland beri ábyrgð á henni, hver svo sem munurinn er.
![]() |
Meirihluti vill kjósa um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |