1.11.2011 | 17:12
Nýr þjóðsöngur ESB
Óðurinn til gleðinnar er ein af þessum perlum tónbókmenntanna sem allir þekkja. Beetoven lét hann eftir sig sem gjöf til heimsbyggðarinnar, eins og gildir um klassísk meistaraverk.
Bjúrókratar í Brussel breyttu óðnum í auglýsingastef. Af "lítillæti" einu saman gerðu þeir þennan hluta 9. sinfóníunnar að þjóðsöng Evrópuríkisins. En nú er engin gleði lengur til í Brussel og því þarf að taka upp nýjan þjóðsöng.
Eins og myndin ber með sér verður nýja þjóðsöngnum stolið úr diskóbókmenntunum. Það er bandaríska söngkonan Gloria Gaynor sem syngur "I will survive" hinn nýja þjóðsöng Sambandsríkisins ESB. Ekki veitir af hvatningunni.
Sérstök ESB útgáfa:
Hér fyrir neðan er sérstök hátíðarútgáfa ESB af þjóðsöngnum. Eins og sjá má er hún gerð sama árið og evran var tekin upp sem bókhaldsmynt, sem er tæplega tilviljun.
![]() |
Nei getur þýtt þjóðargjaldþrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)