Súkkulaðigosbrunnur þarfnast viðgerðar

sundlaugÞegar ég horfði á fréttir RÚV í gær, langaði mig að spyrja spurninga, sem vantaði í fréttina. Eins og um áhrif á jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Eða skrifa eitthvað, gagnrýna.

En það var einhver annar fyrri til.

Og þegar einhver annar er ekki aðeins fyrri til að gagnrýna, heldur gerir það líka betur en ég gæti gert, þá er betra að sleppa því bara og segja smelltu hér

Síðasti hlutinn er hnyttinn.
 


mbl.is Álftanes fær milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný stjórnarskrá útilokar ESB aðild

Tillögur stjórnlagaráðs, sem kallaðar eru "frumvarp til stjórnskipunarlaga" hafa ekki fengið mikla umfjöllun í samfélaginu. Þó hafa þær þegar valdið deilum um hlutverk forsetans, verði frumvarpið að lögum. Þar eru forsetinn, ráðamenn og stjórnlagaráðsfulltrúi ósammála um túlkun textans.

Stjórnarskrá á að vera stutt, einföld og skýr. Höfundar texta eiga ekki að útskýra "það sem við áttum við", textinn á að standa óstuddur til framtíðar. Ef hægt er að skilja einhverja grein á tvo ólíka vegu er sá texti ónýtur. Leikmenn eiga að geta lesið hann án aðstoðar sérfræðinga.

Ef ákvæði sem varða sjálfstæði, fullveldi og réttarstöðu lýðveldisins Íslands eru óskýr, þá hlýtur að eiga að túlka allan vafa fullveldinu í vil. Í 111. grein er fjallað um framsal ríkisvalds og greinin hljóðar svona:


111. gr.  Framsal ríkisvalds

Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér
framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem
Ísland
á aðild að
í þágu friðar og efnahagssamvinnu.
Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds
samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér
framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir
þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.
Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi.
 

Þessi grein virðist eiga að koma í stað 21. greinar gildandi stjórnarskrár, sem nær til "samninga við önnur ríki" sem "horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins" en heimilar ekki meiriháttar framsal á ríkisvaldi. Framsalinu eru hér reistar býsna strangar skorður. Svo strangar að þegar á allt er litið getur það mikla framsal ríkisvalds sem aðild að ESB krefst tæplega fallið undir þessa grein. Fyrir því eru margar ástæður:

  • Setja má stórt spurningarmerki við það hvort aðild Íslands að Evrópusambandinu sé "bara þjóðréttarsamningur".
  • Þótt allir kjósi frið verður aðild ekki réttlætt með rökunum "í þágu friðar" þar sem ESB aðild bætir engu við það sem þátttaka í NATO gerir nú þegar í þeim efnum. 
  • Efnahagssamvinna, ein og sér, getur ekki krafist þess að þjóðin framselji verulegan hluta fullveldisins, sbr. EFTA samstarfið.
  • Gífurlegar pólitískar breytingar vofa yfir Evrópusambandinu, svo miklar að tæplega hægt að kalla það "alþjóðlega stofnun" lengur.

Stærsta ástæðan er þó þessi:
Í málum sem varða breytta stjórnskipan og skert fullveldi hlýtur að vera gerð krafa um aukinn meirihluta, annað er óhugsandi. Það er ekki gert í 111. grein. Við lýðveldisstofnunina 1944 þurfti að lágmarki atkvæði 56,25% allra kosningabærra manna til að breyta stjórnskipan landsins og ekki getur átt að gera minni kröfu ef flytja á fullveldið aftur úr landi.
Innan ESB er krafist aukins meirihluta í stórum málum; 62% og í sumum tilfellum 74%.  

Í 111. grein frumvarpsins er aðeins talað um þjóðaratkvæði þar sem 50,1% virðist nægur meirihluti. Greinin getur því aðeins átt við afmarkað framsal til "alþjóðlegrar stofnunar sem Ísland á aðild að" en ekki til fullveldisframsals af þeirri stærðargráðu sem ESB aðild krefst og breytir stjórnskipan landsins til frambúðar.

----- ----- -----

Væri löggjafarvald, framkvæmdavald og æðsta dómsvald selt í hendur yfirþjóðlegrar stjórnar, þar sem minnsti meirihluti dygði til, væri það sannarlega 111. meðferð á fullveldi lýðveldisins Íslands. Greinin bæri þá númer við hæfi. Það er útilokað að stjórnlagaráð hafi ætlað sér að opna á slíkan glannaskap í meðferð á fullveldinu.

Ef vilji "löggjafans" var að setja slíka heimild í stjórnarskrána hefði það komið skýrt fram ásamt eðililegu skilyrði um aukinn meirihluta. Enga heimild af því tagi er að finna í frumvarpinu. Af því verður ekki annað ráðið en að nýja (væntanlega) stjórnarskráin útiloki aðild Íslands að ESB, verði frumvarpið óbreytt að lögum. Hvort gerðar verði á því breytingar eða viðbætur verður timinn að leiða í ljós. 


Bloggfærslur 6. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband