Er Sigmundur Ernir enn á þingi?

Það er nýbúið að "bjarga" evrunni með eldvegg og uppgíruðum neyðarsjóði. Varla var búið að skrifa undir þegar Kýpur, eitt héraðið í Evrulandi, var lækkað í einkunn. Var ekkert að marka þetta?

Þegar maður les um svona ekkert-að-marka fréttir kemur Sigmundur Ernir upp í hugann. Þegar forsetinn vísaði Icesave III til þjóðarinnar sagði þingmaðurinn að þar með myndi forsetinn annað hvort fella vinstri stjórninna eða verða "sá forseti í sögu lýðveldisins sem fyrstur þarf að segja af sér embætti".

Já, þetta sagði fréttaþulurinn sem breyttist í þingmann á einu augabragði. Á einu augabragði. Hann var sigurviss í stríði Samfylkingarinnar gegn þjóðinni, enda sýndu kannanir þá að Icesave hákarlinn hefði skilað þeim 60% óttafylgi. Og SER bætti við:

  
Verði Icesave-lögin samþykkt í [þjóðaratkvæði], er forsetanum varla sætt lengur. Verði Icesave-lögunum hafnað, er ríkisstjórninni varla sætt lengur.
  


En það var ekkert að marka Sigmund Erni frekar en björgunarsjóð ESB. Íslenska þjóðin vann afgerandi sigur á Samfylkingunni í þjóðaratkvæði, en fréttaþulurinn gleymdi prinsippmálinu á einu augabragði. Á einu augabragði.

Enn hefur hann ekki krafist þess að stjórnin víki. Hann hefur ekki stigið til hliðar sjálfur. Og hann heldur áfram að styðja stjórnina sem er "varla sætt lengur".

Löskuð evran á örugglega vísan stuðning hans, þar sem hún liggur á gjörgæslu í Frankfurt og bíður eftir súrefnisgrímu frá Kína. Eru ekki góðir golfvellir á Kýpur?


mbl.is Lánshæfiseinkunn Kýpur lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggjum niður ferðamannaiðnaðinn

tourists

Þótt skaparinn hafi búið til karl úr leir og konu úr rifbeini höfum við mannfólkið ekki náð tökum á þeirri tækni. 

Iðngreinar eru margar og fjölbreyttar. Undir þjónustuiðnað og handiðn falla löggiltar iðngreinar sem krefjast náms og réttinda. Og svo eru verksmiðjurnar; iðnframleiðsla. 

Iðnaður - skipulögð (vélvædd) framleiðsla varnings úr hráefnum  segir orðabókin.

Við breytum ekki hráefni í fullunninn ferðamann eins og bakari breytir korni í brauð. Frankenstein bjó reyndar til einn, segir sagan, en sá fór hvorki til Kanarí né skoðaði Gullfoss.

Leggjum orðskrípið "ferðamannaiðnaður" niður fyrir fullt og fast.
Ferðaþjónusta er það og ferðaþjónusta skal það heita.


Bloggfærslur 29. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband