Krónan féll en evran kolféll

Við bankahrunið féll krónan, eðlilega. Bankarnir reyndust fullir af froðu og lofti, sem þurfti að hreinsa út. Þá lækkaði gildi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum um tugi prósenta, eins og það varð að gera.

Það var venjulegt gengisfall. Verðtryggingin hefur komið illa við marga, en lögum um verðtryggingu á ekki að klína á krónuna. Evrusinnar gera það þó óspart til að láta hana líta illa út. Oft af skilningsleysi en stundum gegn betri vitund.
    

evrubjörgun


Fall evrunnar er allt annars eðlis. Og alvarlegra.

Hún hefur haldið "styrk" sem er til mikils skaða fyrir Spán, Grikkland, Portúgal, Ítalíu og fleiri ríki. En hún hefur tapað traustinu og það er miklu alvarlegra fall. Tilverugrunnurinn reyndist meingallaður. Þess vegna er evran búin að vera og búið að halda 40 neyðarfundi til að smíða nýja evru.

Að ætla að bæta efnahaginn á Íslandi með því að taka upp evru í öndunarvél er jafn fjarstæðukennt og ætla að draga úr spillingu og klíkuskap með því að ganga í Evrópusambandið.


mbl.is Wolf segir krónuna reynast vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vafningar og vogunarsjóðir - það er lausnin

Við könnumst við afleiður og vafninga úr umræðunni, skuldatryggingar, skortsölu og hvað þetta nú heitir: Ýmist uppgírað eða framvirkt. Vogunarsjóðir hafa á sér slæmt orð. Það er ekki á allra færi að skilja þetta.

Ráðamenn í Evrulandi gagnrýndu þá fjármálagjörninga sem ýttu undir fallið 2008. Núna vilja þeir beita þessum sömu meðulum til að bjarga evrunni, sem þó eru ekkert hættuminni í dag en í aðdraganda hrunsins.
  

danger_danger


Spiegel Online er með umfjöllun um þetta í dag. Þar dregur höfundur í efa að stjórnmálamenn skilji þau tól og þá gjörninga sem þeir eru að fjalla um og ætla að nota til að bjarga evrunni.
Þeir eru komnir út í horn og fátt um úrræði.

Grein Spiegel: Europe Opting For Discredited Tools to Solve Crisis

"Ef evran fellur þá fellur Evrópa" segir Merkel. Skyldi hún taka vogaða stöðu með undirliggjandi eignir til að bjarga vafningnum sem heitir evra? Gæti vogunarsjóður kannski hjálpað? Þetta er ekki traustvekjandi.  


mbl.is Merkel: Nú eða aldrei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband