Evran er dauð! Lengi lifi evran!

Þegar einn kóngur deyr tekur annar við. Eða drottning. Stundum heitir nýi kóngur sama nafni en fær þá númer til aðgreiningar frá forverunum; annar, þriðji eða fjórði, eftir atvikum. Eins er það með evruna.

Evran er dauð.

Það er nú orðið opinbert og viðurkennt. Í staðinn kemur "Evra 2" sem júrókratar vona að lifi lengur. Spiegel Online segir að neyðarfundurinn á miðvikudaginn "muni ekki bjarga evrunni, aðeins veita gálgafrest".

Frestinn þarf að nýta vel og búa í haginn fyrir Evru 2 með því að öll ríki Evrulands láti af hendi væna sneið af því fullveldi sem þau eiga enn eftir og sendi það til Brussel. Vissulega ógeðfellt, en eina lausnin sem menn telja að virki.


The euro needs fiscal union to survive in the long term -- but how will leaders ever forge such a union if they can't even agree on the most urgent firefighting measures ...
 

Samninganefnd Íslands hefur ekkert umboð til að semja við ESB um aðild á þessum gjörbreyttu forsendum. Fyrst var sambandinu breytt með Lissabon sáttmálanum og nú verður fullveldi skert og reglum breytt til að evran geti skrimt í útgáfu 2.

Alþingi verður að taka málið til sín aftur, taka nýjar ákvarðanir og gæta þess að Össur og kratarnir skaði ekki þjóðina meira en orðið er. Bera svo undir þjóðina hvort halda eigi áfram blindfluginu til Brussel.


mbl.is Binding við evru ekki lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kratar látnir kjósa aftur

doormatSamfylkingin gefur sínar skýringar á ógildingu kosningarinnar. Menn geta ráðið hvort þeir trúi þeim.

Mér finnst líklegra að Jóhönnu og Össuri hafi ekki líkað úrslitin og gripið tækifærið til að æfa sig í brusselsku lýðræði og láta lýðinn kjósa aftur, þangað til rétt úrslit fást.

Enda sagði Össur á RÚV í vikunni, þegar hann lýsti draumi Samfylkingarinnar um að vera dyramotta í Brussel: "ESB er okkar eina framtíðarsýn".


mbl.is Kosning til flokksstjórnar ógilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband