22.10.2011 | 13:48
Bréf frá Hong Kong til Samfylkingarinnar
Þessi texti var ritaður í Hong Kong fyrir 11 árum og birtur á Gold Digest. Hann á fullt erindi inn á landsfund Samfylkingarinnar. Og alla fundi Samfylkingarinnar.
Evran er fiat-gjaldmiðill og hana hrjáir sami veikleiki og aðra fiat-gjaldmiðla, eins og að engin hlutlæg takmörkun er á framboði.Að auki hefur evran sín sérstöku vandamál. Þar vegur þyngst að ekki er hægt að marka peningastefnu sem mætir þörfum ólíkra notenda í Efnahags- og myntbandalaginu (EMU).
Mismunandi hagvöxtur, verðbólga og atvinnuleysi milli aðildarríkjanna, sem og ólíkt skatta- og rekstrarumhverfi, þýðir að "sama stærð fyrir alla" stefnan mun að lokum lenda á gríðarlegri hindrun.
Menn hafa hrópað aðvaranir við gallagripnum í meira en áratug, úr öllum heimshornum. Sú tegund manna sem hefst við á Hallveigarstíg eða býr á efstu hæðum fílabeinsturnanna í Brussel hefur gætt þess vandlega að heyra ekki.
Nú sitja þeir uppi með vanda sem ekki verður leystur nema með aðgerðum sem almenningur í Evrulandi getur aldrei sætt sig við, en verður látinn sætta sig við.
----- -----
Ef þú vilt lesa alla greinina þá heitir hún The Fall and The Fall of the Euro og var rituð af Steve Saville, sem fjallað hefur um peninga, fiat-gjaldmiðla, gull og fleira í rúma tvo áratugi. Hann er Ástrali, búsettur í Hong Kong sem á engra hagsmuna að gæta í Evrópu og fjallaði um evruna sem hlutlaus fræðimaður eingöngu.
![]() |
Jóhanna sjálfkjörin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)