16.10.2011 | 17:06
Rottugangur í Reykjavík
Þetta er gott viðtal. Mjög gott. Ekki aðeins skýr og afdráttarlaus svörin heldur einnig það álit sem fram kemur í spurningum fréttamanns. Viðtalið var birt í vikunni á Russia Today. Yfirskriftin er ekki "bailout" heldur "failout" af augljósum ástæðum.
Ef málflutningur Farage undanfarin 3-4 ár er skoðaður er það beinlínis pínlegt fyrir Evrópusambandið hvað hann hefur haft á réttu að standa. Baráttan gegn einni mynt fyrir mörg ólík ríki var ekki að ástæðulausu. Núna skilja loksins allir hvers vegna, nema Össur og fylgismenn hans.
Fréttamaður spyr hvort löngun ríkja til að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sé ekki eins og að rottur stökkvi um borð í sökkvandi skip" (en ekki öfugt). Farage telur firruna skýrast af ákafa stjórnmálastéttarinnar sem vill tryggja sér vel launuð störf í Brussel.
Því miður er slíkur rottugangur í Reykjavík. Hann er að mestu bundinn við krata sem eru með evru-glýju í augum, sjá ekki gallana sem blasa við öllum og enn síður hættuna við að afsala sér sjálfræði í hendur manna sem setja nýtt Evrópumet í klúðri í hverjum mánuði.
![]() |
Allir kaflar opnaðir um mitt ár 2012 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |