Kletturinn, Gylfi, evran og ankerið

KletturinnFyrir tveimur vikum líkti Gylfi Arnbjörnsson evrunni við "klett í hafinu". Í Evrulandi steyta nú jaðarríkin hvert af öðru á því hættulega blindskeri og hljóta af ómældan skaða. Hann var samt ekki að reyna að vera fyndinn.

Í gær bætti hann um betur.

Í ávarpi á þingi Starfsgreina- sambandsins kom hann aftur með klettinn. Fyrst sagði hann "krónan á sér ekki viðreisnar von" eins og Samfylkingarmenn eiga að segja og mærði síðan evru-klettinn og ESB eftir handriti flokksins. Ætli hann sé að búa sig undir prófkjör? 

Síðan hrökk þetta líka gullkorn af vörum hans:


Við eigum einfaldlega að nota aðild að Evrópusambandinu sem það ankeri sem við þurfum til þess að draga okkur upp úr þeim hjólförum sem við erum í.
 

Sko. Gylfi. Ankeri eru þung, alveg níðþung. Menn nota þau til sjós, kasta út ankerum svo skip reki ekki á meðan vélin er stopp. Það er ekki hægt "að draga sig upp úr hjólförum" með ankeri. Kannski meinti hann eitthvað annað en það sem hann sagði.

Að ganga í Evrópusambandið er einmitt eins og að stoppa vélarnar og láta þjóðarskútuna liggja við ankeri. Standa í stað. Senda svo fullveldið í land og sjá það aldrei aftur. Það er meiri þörf á að létta ankerum og koma vélinni í gang. Fá hjólin til að snúast, eins og það heitir.


mbl.is Samstaða mikilvæg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband