Evrusvaðið

Ekki furða að Norðmenn vilji ekki líta við evrunni. Í þessari stuttu frétt koma fram fjölmargir punktar sem hver um sig jafngildir falleinkunn. Nokkrir þeir helstu eru þessir:

  • Dvínandi trú á að evrusvæðið lifi af í núverandi mynd
  • Nokkur evruríki ná ekki að greiða skuldir sínar
  • Evrópski Seðlabankinn er ekki líklegur til stórræðanna
  • Leiðtogar finna ekki lausn á skuldavanda evrusvæðisins
  • Almenningur vill ekki auka fullveldisafsal ríkjanna
  • Versta efnahagkreppan síðan í Kreppunni miklu
  • Greiðslufall Grikklands er óhjákvæmilegt
  • Enginn lánveitandi til þrautarvara

Enn er til fólk sem trúir að í því felist einhver efnahagsleg bjargráð að ganga í ESB og einangra Ísland bak við tollamúra á einu lélegasta hagvaxtarsvæði í heimi.

Og taka upp evru!

Förum að dæmi Norðmanna, stöndum utan Evrópusambandsins og lítum ekki við evrunni.


mbl.is Feginn að hafa ekki evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband