ESB-herinn er víst á dagskrá

eu_milLamandi evruvandinn er svo alvarlegur að hann hefur skyggt á flestar aðrar fréttir úr Evrópusambandinu, vikum saman.

Meðal annars fréttir af árformum um sameiginlega hernaðarmiðstöð (EU military headquarters). Áform sem þó eru komin á rekspöl. Fimm af stærstu ríkjum Evrópusambandsins vilja nú setja á stofn sameiginlegan her.

Af stærstu ríkjunum eru aðeins Bretar á móti, en þar í landi er mikið rætt um að „endurheimta fullveldið" sem hefur lekið til Brussel á löngum tíma. Trúlega er andstaða Breta lituð af því.

euarmyÞað var ekki lítið ráðist á bændur, þegar þeir sögðust ekki vilja að íslensk ungmenni ættu á hættu að vera kölluð í ESB-herinn í framtíðinni. Þá var því vísað á bug af aðildarsinnum sem fjarstæðu. En nú er herinn kominn á dagskrá í fullri alvöru, þótt fréttir af því rati ekki inn í fréttatíma RÚV. Enginn veit hver niðurstaðan verður.

Áhyggjur bænda voru hreint ekki út í loftið.

Meira að segja stjórnlagaráðið kveikti á perunni og setti bann við herskyldu íslenskra ungmenna inn í tillögu sína að nýrri stjórnarskrá.
 


NEI þýðir NEI (nema "þeir" vilji að það þýði JÁ)

Í gær sagði hún Slóvakía litla NEI. Hún vill ekki láta þröngva sér til samvinnu. Hún er of lítil og veikburða fyrir verkefnið. Menn, sem eiga mikið undir sér, munu gera út „sendinefnd" til Bratislava, snúa upp á höndina á henni af brusselskri kurteisi og útskýra hvað er henni fyrir bestu.

„Annars er úti um evruna" segir sendinefndin. Ef hún hrynur þá myndi það "eyðileggja jafnvel fjármálakerfi heimsins" segja Soros og hópur fyrrverandi ráðamanna.

„Nei þýðir Nei" sagði í góðu slagorði hér um árið. En það er ekki algilt. Nei þýðir ekki annað en það sem "þeir" vilja að það þýði. Slóvakía litla getur ekki breytt því. Nú þarf Radicova forsætisráðherra að finna leið til að segja Já.

VG er eina vonin

Eina von Radicovu til að þóknast „sendinefndinni" er að finna slóvakíska útgáfu af VG. Einhvern flokk sem er tilbúinn að selja sálu sína; segja bara Já og fá stóla og góð embætti í staðinn.

Sendinefndin kann sitt verk. Þaulæfð í fantaskap kom hún fram vilja sínum á Írlandi. Hún heimsótti líka forseta Tékklands og las honum pistilinn. Honum hafði orðið það á í hátíðarræðu að hvetja til alvöru lýðræðis í ESB, sem féll í grýttan jarðveg í Brussel.


Þegar Þjóðverjar hafa hátt, skjálfa hinir.

Þegar Pólverjar hafa hátt, segir forseti Frakklands þeim að hafa lágt.

Þegar Frakkar kjósa rangt, hrynja stjórnarskrárdrög ESB. 

Þegar Írar kjósa rangt, eru þeir látnir kjósa aftur.
 

Þetta er tilvitnun í 14. grein Tómasar Inga Olrich í vönduðum greinarflokki um Evrópusambandið. Nú má bæta við: Þegar Slóvakía segir Nei verður hún látin "hugsa sig um" og segja Já.
 


mbl.is Evran gæti leitt til hruns á heimsvísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband