Krötum var leyft að hugsa

Það sem Magnús Orri Schram sagði í Kastljósinu í gær (hér, 1:30 mín) er sorglegur vitnisburður um flokksræðið í íslenskri pólitík. Það er varla bundið við einn flokk. 

Það var tekin um það ákvörðun í þingflokki Samfylkingarinnar að hverjum og einum þingmanni væri frjálst að hafa sjálfstæða skoðun á þessu máli, taka afstöðu til þess samkvæmt sinni eigin sannfæringu.

Þurfti virkilega að taka ákvörðun um þetta?

Samkvæmt 48. grein stjórnarskrárinnar eru þingmenn aðeins bundnir að eigin sannfæringu. Flokkar eiga ekki og mega ekki taka ákvörðun um hvort þeim fyrirmælum er fylgt. Er það gert til að þurfa ekki að smala köttum?

Það væri forvitnilegt að vita hvort Jóhanna og Samfylkingin leyfi þingmönnum sínum "að hafa sjálfstæða skoðun" í Evrópumálum.

 


mbl.is Vísað til þingmannanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Lucky old Iceland"

Sannleikurinn á einni mínútu?

Þetta stutta ávarp er vel þess virði að rifja það upp. Það er frá fundi Evrópuþingsins í Strasbourg 7. júlí sl., þar sem umsókn Samfylkingarinnar um aðild Íslands að ESB var rædd.

Það er breski Evrópuþingmaðurinn Nigel Farage sem talar. Hann er fulltrúi hreyfingarinnar Europe of Freedom and Democracy og hefur setið á Evrópuþinginu síðan 1999.

 


Bloggfærslur 22. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband