4.2.2010 | 12:29
"... halda að þau séu sjálfstæð og fullvalda ríki"
Aðildarumsókn Íslands að ESB bar örugglega á góma í einkaheimsókn Jóhönnu, eða svo segir Össur. Þangað vilja þau koma þjóðinni, sem þá yrði að taka upp evruna. En hvernig reynist töframyntin evra, öðrum ríkjum en Þýskalandi og Frakklandi?
"Gleymdu skuldabyrði Grikklands og Spánar, því útlitið með skuldastöðu á evrusvæðinu í heild er ekki fallegt þessa dagana" segir á vefnum Business Insider. Blaðamaðurinn Vincent Fernando segir réttilega að ríkin á Evrusvæðinu séu hvorki sjálfstæð né fullvalda, þó þau kunni að halda það.
Countries within the euro currency system may think that they are independent sovereign nations, but in reality they're all joined at the hip in one of the most significant ways -- monetarily.
Seðlabanki Evrópu hefur 16 höfuð, enda eiga öll Evruríki að "eiga rödd við borðið" eins og það heitir á brusselsku. Gallinn er að 14 hausar hafa verið tungustýfðir og aðeins sá franski og sá þýski hafa mál.
Evran hentar eflaust prýðilega fyrir stóru ríkin tvö sem leggja línurnar, en er sem myllusteinn um háls hinna þegar ekki ríkir glampandi góðæri.
Einnig er fjallað um þetta mál á Financial Times (hér) og á vefnum Tilveran í ESB er umfjöllun í Glugganum undir fyrirsögninni "Er myntbandalag líka skuldabandalag?"
---------- ---------- ----------
Enn eru til menn sem vilja misnota kreppuna og slæga stjórn síðustu ára til að knýja fram uppgjöf íslensku þjóðarinnar og koma henni inn í Evrópuríkið. Af því að við séum Hvorki frjáls né fullvalda hvort sem er, sé réttast að gefast upp. Uppgjöfin er kölluð "að deila fullveldi sínu" upp á kratísku. Grein Þorvaldar Gylfasonar í Fréttablaðinu í dag er sorglegt dæmi um þennan hættulega þankagang.
![]() |
Jóhanna í einkaheimsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
4.2.2010 | 00:32
Björn Valur tekur snúing
Það er alveg magnað að lesa þessa frétt. Nú þegar lítur örlítið betur út með að það takist að stöðva Björn Val og félaga í hinni and-íslensku drápsklyfjahreyfingu ber hann sér á brjóst og segir: Þetta er allt okkur að þakka.
Fáir þingmenn hafa barist jafn opinskátt fyrir uppgjöf Íslands og Björn Valur. Hvort sem litið er á skrifin á vefsíðu hans, viðtöl í fjölmiðlum eða málflutning á þingi, þá er það allt á sama veg. Að gefast upp fyrir ofbeldi Breta og samþykkja ólögmætar IceSave klyfjar.
Í viðtali nú segir hann að stefnubreyting Norðmanna sé "eftir samskipti forystu Vinstri grænna" við þingmenn og ráðherra Sósíalíska vinstriflokksins í Noregi.
Björn Valur skautar fram hjá því sem mestu máli skiptir:
Ef Ólafur Ragnar hefði ekki tekið í taumana og stöðvað Björn Val, Samfylkinguna og aðra uppgjafarsinna, þá hefði aldrei verið um að ræða nein "samskipti forystu Vinstri grænna" við norska þingmenn og ráðherra. Þá hefði Björn Valur fengið sínu framgengt.
Eftir allan gefumst-upp-í-IceSave áróðurinn þykist hann hafa staðið með íslenskum málstað alla tíð. Þetta er viðsnúningur sem ekki sést nema hjá Steinrími Joð, þegar hann þarf að svíkja helstu kosningaloforð.
![]() |
Ríkisstjórninni að þakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)