3.2.2010 | 01:17
Hellíngur af kellíngum
Þetta er það sem íslenska þjóðin mun alltaf muna og aldrei gleyma, hvernig þeir fóru með okkur.
Loksins sagði hún þetta skýrt og upphátt. Já, þannig lýsti Jóhanna yfirgangi Breta í IceSave málinu í Kastljósi kvöldsins. Þá getur lúðrasveit Samfylkingarinnar, með Þórólf Matthíasson á fyrstu básúnu, hætt að rugla endalaust um "að standa við skuldbindingar sínar" og beint sjónum að réttlætinu.
En því miður entist Jóhönnu ekki eldmóðurinn nema fáein andartök. Hún hafði ekki fyrr lýst hneykslun sinni á skepnuskap Breta en hún sagðist myndu greiða atkvæði með lögunum 6. mars. Það væri ekki annar kostur í stöðunni.
Niðurstaða ríkisstjórnar Jóhönnu er: Þetta er yfirgangur og lögleysa, en við verðum að sætta okkur við það. Við getum ekki annað.
Kannski er það okkar dýpsta ógæfa. Í ríkisstjórninni er allt fullt af kellíngum. Ég er ekki að tala um konur, heldur kellíngar af báðum kynjum. Þær karlkyns geta verið sýnu verri en hinar af sterkara kyninu.
Fólk sem ekki hefur kjark til að standa á rétti þjóðar sinnar á ekki að bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa í stjórnkerfinu (Ögmundi var úthýst fyrir að vera ekki kjarklaus). Jóhanna sagðist alltaf hafa reynt sitt besta, en því miður er það ekki nógu gott. Hún sýndi það í Kastljósinu að hún ræður ekki við verkefni sitt.
Jóhanna Sigurðardóttir verður að víkja og hinar kellíngarnar í ríkisstjórninni líka.
![]() |
Gegn hagsmunum Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)