Skoða, kanna, athuga ...

Í febrúar 2009 mætti Jóhanna Sigurðardóttir í Kastljós, þá nýorðin forsætisráðherra. Þá notaði hún sama svarið við átján spurningum af tuttugu (já, ég taldi svörin): "Það þarf að skoða það".

Núna, tuttugu mánuðum síðar, en sama svarið enn notað. "... ég tel að skoða þurfi hvort hægt sé að ..."

Er þetta ekki einmitt meinið? Það er endalaust skoðað, kannað, fundað og athugað, en skortir ákvarðanir. Það vantar aðgðerðir. Loksins þegar átta þúsund manns mótmæla við setningarræðu er farið að hlusta á það sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa klifað á í tvö ár samfellt.

Þetta er það sem ég var að mótmæla með því að mæta á Austurvöll á mánudaginn: Skoðunarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Það er of seint að þykjast rumska núna, það þarf að fá framkvæmdastjórn; alvöru ríkisstjórn.

 


mbl.is Kaupleigurétt á eignir við lokasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GETRAUN: Hvar er Ísland?

Í yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands til ESB frá 27. júlí 2010, segir þetta í 28. lið:

"Ísland hefur skilning á þörfinni fyrir sameiginlega sjávarútvegsstefnu í Evrópu og ekki þarf að líta nema einu sinni á Evrópukortið til að sjá að slík stefna er nauðsynleg."

europe_map 


Verðlaunagetraun:

Á meðfylgjandi Evrópukorti eru aðildarríki ESB eru auðkennd með grænu. Það þarf ekki einu sinni að líta á kortið til að svara eftirtöldum spurningum.

1) Hvar á hnettinum er Ísland?

2) Hvað liggur fiskveiðilögsaga Íslands að lögsögu margra ESB ríkja?

3) Hvaða vitglóra er í að íslensk útgerð falli undir sjávarútvegsstefnu ESB?

Í verðlaun fyrir þrjú rétt svör er flugferð fyrir einn til Brussel. Aðra leiðina. Fararstjóri er Össur lokbrá.

Fleira fróðlegt má sjá um yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands í pistli Jóns Baldurs. Hins vegar er engin skýrnig gefin á því hvers vegna sagt er "í Evrópu" í tilvitnunni hér að ofan. Ætli Norðmenn viti af þessu?

 


Bloggfærslur 6. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband