5.10.2010 | 12:57
Rumpy-Pumpy sýnir klærnar
Forseti Evrópuríkisins, óþekkti Belginn sem enginn kaus, er farinn að slá um sig í Brussel. Núna vill hann breyta leikreglunum til að geta refsað þeim sem ekki haga sér skikkanlega í efnahagsmálum. Í þessu plaggi segir Van Rompuy m.a.:
Whenever possible, decision-making rules on sanctions should be more automatic and based on a reverse majority rule, implying a Commission proposal is adopted unless rejected by the Council.
Í samningum ESB er ekki að finna neina stoð fyrir "reverse majority rule".
En í augum valdastéttarinnar brusselsku er það tæknilegt smámál sem má leysa, með því að sveigja framhjá gildandi lögum. Á vefnum sér maður Van Rompuy æ oftar kallaðan Rumpy-Pumpy af þegnum Evrópuríkisins, sem lýsir álíka mikilli virðingu og miðlungs þingmaður nýtur á Íslandi.
Á sama tíma tilkynnir Íslandsvinurinn Olli Rehn að neyðarlán til Írlands verði notuð til að þvinga Íra til að breyta stefnu sinni í skattamálum atvinnufyrirtækja. Þessi stefna var einmitt eitt af þremur stóru atriðunum sem urðu til þess að Írar felldu Lissabon samninginn 2008. Þeir fengu "stjórnmálasamþykkt" sem tryggingu fyrir sjálfræði og voru svo látnir kjósa aftur um óbreyttan samninginn 2009.
Það tók ESB aðeins eitt ár að svíkja Írland.
Enn er til fólk á Íslandi sem reynir að telja sjálfu sér og okkur hinum trú um að ESB sé ekki annað en samvinna fullvalda ríkja á afmörkuðum sviðum. Jafnvel umsókn Belgans og barónessunnar um að fá ESB viðurkennt sem sjálfstætt fullvalda ríki dugir ekki til að opna augu þess.
5.10.2010 | 01:59
Vík til hliðar
Þegar þingmenn þurfa lögregluvernd til að laumast bakdyramegin inn í þinghúsið, eftir þingsetningu, er þingið komið á leiðarenda.
Þegar átta þúsund manns safnast saman til að mótmæla undir stefnuræðu forsætisráðherra, er ríkisstjórnin komin á leiðarenda.
Já takk Jóhanna, víktu til hliðar, það hjálpar.
![]() |
Ofvaxið getu stjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |