13.1.2010 | 12:59
"aðrir geta borið töskurnar hans"
Í íþróttum verða menn að kunna að taka tapi. Það er hluti af þroska keppnismannsins. Sama gildir í annarri keppni og líka í stjórnmálum. Menn verða að kunna að halda reisn. Missa ekki andlitið.
Þegar Össur utanríkisráðherra skýrði hvers vegna hann gat ekki fylgt forsetanum til Indlands missti hann andlitið. Hann gat ekki stillt sig um að hnýta aftan við: "Það eru örugglega einhverjir aðrir sem geta borið töskurnar hans þar" og hljómaði eins og tapsár krakki.
Þessi makalausa athugasemd gæti verið samnefnari fyrir þann skort á fagmennsku sem einkennt hefur viðbrögð stjórnarinnar við synjun forseta. Við sáum þetta strax á fundi leiðtoganna með fréttamönnum daginn sem forseti vísaði málinu til þjóðarinnar. Taugveiklun, ójafnvægi og reiði sem engum duldist.
Það að Hrannar B. Arnarsson, einn af forsætisráðherrum landsins, telji sig geta talað eins og í eldhúsinu heima þegar hann tjáir sig um pólitík á alþjóðlegum samskiptavef, er angi af sama skorti á fagmennsku.
Forsetinn lagði ekki aðrar byrðar á Össur en að vinna vinnuna sína; að létta drápsklyfjum af þjóðinni eins og kostur er. Nokkuð sem hann hefði átt að beita sér fyrir óbeðinn.
![]() |
Fésbókarsíðan ekki opinber |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)