Hvar situr Holta-Þórir?

Það er óskandi að bæði Bretar og Hollendingar hafni fyrirvörunum og að það þurfi að semja um IceSave upp á nýtt. Það gæti verið okkar besti möguleiki til að losa Íslendinga framtíðarinnar við þessar dæmalausu drápsklyfjar.

ÁRÓÐUR um einangrun og fjárskort var notaður til að troða IceSave gegnum þingið. Annars færi hér allt til fjandans. Hingað kæmi enginn til að fjárfesta, hingað kæmu engin lán og ekkert erlent fjármagn til framkvæmda. Hér færi allt í kaldakol. Þetta þekkja allir.

Á sama tíma biðu Japanir með 126.000 milljónir eftir svari og nú bíða Kínverjar með töskufylli af dollurum. Þeir vilja fjárfesta á Íslandi en verður trúlega hafnað þar sem þeir eru ESB ekki þóknanlegir. En kanadískur jöfur fékk að kaupa orkufyrirtæki í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð.

Það er til nóg af peningum og nóg af fjárfestum um allan heim. Hræðsluáróður Holta-Þóris og týnda forsætisráðherrans heldur ekki. Það þarf ekki að samþykkja kröfu ESB og AGS um að láta þjóðina borga IceSave til að fá fjárfesta og peninga til landsins, þeir bíða í röðum. Það er ekki hægt að nota það vopn gegn þjóðinni lengur.

 


mbl.is Óska eftir trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband