Í Fréttablaðinu í dag er frétt sem er hálfgerð felufrétt (leitið hér). Einn dálkur, þrjátíu millimetrar og smáletruð fyrirsögnin. En innihaldið ætti að rata inn í umræðuna um IceSave.
Árið 2008 var afli íslenskra skipa rúm 1.283 þúsund tonn, 113 þúsund tonnum minni en árið 2007. Aflaverðmæti nam rúmum 99 milljörðum króna.
Fjármálaráðuneytið telur að greiðslubyrðin vegna IceSave verði 60-70 milljarðar á ári á greiðslutímanum. Allt í erlendum gjaldeyri. Getur einhver óbrjálaður útskýrt hvernig þetta dæmi á að ganga upp? Ég er ekki að tala um "100% hagfræði" að hætti krata, heldur eitthvað sem glóra er í.
Þó hægt sé að hnoða málum í gegnum þingið með pólitísku ofbeldi dugir það ekki til að borga skuldir. Nema ætlunin sé að beita þjóðina ofbeldi af ýmsum toga; gengdarlausum niðurskurði og auknum álögum í þrjátíu ár. Er það lausnin?
![]() |
Hefðbundið pólitískt ofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2009 | 12:44
Ábyrgðin, Ögmundur og IceSave
Lítil frétt Mbl.is ber yfirskriftina Óljós mörk á eftirliti landanna. Þar kemur fram margt það sem skýrir hvers vegna svo mörgum finnst stjórnvöld halda á lofti málstað Breta og Hollendinga í IceSave deilunni, en standa ekki vörð um málstað íslensku þjóðarinnar.
Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar er fókusinn settur á ábyrgð Íslands. Enginn efast um að hún sé til staðar þó deilt sé um hve mikil hún er. Í svari FME og umfjöllum Morgunblaðsins er bent á að mörkin eru óljós og ábyrgðin að nokkru sameiginleg.Ef menn velja fyrra sjónarhornið er ekki að furða að almenningi finnist sem stjórnin gæti ekki íslenskra hagsmuna eins og best verður á kosið.
Fréttina má sjá hér.
IceSave er mál sem varðar afkomu allrar þjóðarinnar næstu áratugi. Því miður benda fréttir í þá átt að Samfylkingin og Steingrímur Joð vilji breyta afgreiðslu Alþingis á IceSave í atkvæðagreiðslu um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Þetta endurspeglast í tóninum í spurningum fréttamanna, sem beint er til Ögmundar Jónassonar í viðtengdri frétt.
Forsíða Fréttablaðsins í dag er líka sorglegt dæmi um einmitt þetta. Þar er Ögmundi Jónassyni stillt upp sem manni sem hefur líf ríkisstjórnarinnar í hendi sér af því að hann vill ekki samþykkja ríkisábyrgð að óbreyttu. Samt er það ekki hann sem hótar stjórnarslitum.
Framtíð íslensku þjóðarinnar skiptir meira máli en líftími einnar ríkisstjórnar. Össur virðist eitthvað vera að draga í land, í það minnsta að búa sig undir að IceSave málið "tapist" í Alþingi. Vill þó ekki svara því afdráttarlaust hvort slíkt "tap" yrði banabiti ríkisstjórnarinnar.
Er annars hægt að tala um tap á þingi ef hagsmunir þjóðarinnar verða ofaná?
![]() |
Ríkisstjórn á suðupunkti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |