27.7.2009 | 16:18
Að giftast ódæðismanni
Það er ekki flókið að vera vitur eftirá. En þeir eru nokkrir sem vöruðu sterklega við ofþenslu bankanna og þeim áföllum sem hún myndi á endanum valda. Jóhannes Björn er í hópi þeirra, hann lagði m.a. til hraustlega vaxtalækkun og aðrar varnir átta mánuðum fyrir bankahrun.
Fyrir tveimur vikum birti Jóhannes Björn færslu á síðu sinni vald.org undir yfirskriftinni Bíða og vona. Þar er margt forvitnilegt. Um það bjargræði sem sumir sjá í því að ganga í Evrópusambandið segir hann m.a.:
Nú er líka rætt um að við verðum að ganga í samtök sömu þjóða og eru að kúga okkur þessa dagana. Það er svipuð lógíg og að segja konu sem er þunguð eftir nauðgun að það sé skynsamlegast að hún giftist árásarmanninum ... það einfaldi málið fjárhagslega!
Hann spyr líka hvort þráin eftir evru sé að rugla menn alvarlega í ríminu?
Það er margt athylgisvert í grein Jóhannesar, ekki síst í síðari hluta hennar þar sem hann fjallar um stýrivexti og verðtryggingu. Greinina er að finna hér.
Það er meiri fengur af því að skoða skrif þeirra sem skilja gangverkið og sáu hlutina fyrir, en hinna sem vita þetta allt eftirá. Þess vegna mæli ég með skrifum Jóhannesar.
![]() |
Ísland fær enga sérmeðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |