1.7.2009 | 12:57
Það sem er svo gott við IceSave
Það er eitt gott við IceSave samninginn:
Fólk hefur 7 ár til að koma sér úr landi.
Því miður er þetta ekki raunhæfur kostur fyrir alla Íslendinga, heldur aðallega ungt fólk með praktíska menntun. Fyrir þá sem heima sitja verður ástandið svart, IceSave mun leggja íslenskt samfélag á hliðina, sama hvernig ráðherrar reyna að reikna sig framhjá því.
Þjóð með takmarkaðar gjaldeyristekjur (sjá vísbendingu hér) getur ekki staðið undir greiðslubyrði upp á 60-70 milljarða á ári (sjá hér og hér), allt í beinhörðum gjaldeyri. Þá eiga önnur lán eftir að bætast við, þetta er bara IceSave.
Þetta er dæmi sem aldrei getur gengið upp. Það er alveg útilokað. Hvað eru menn að fela? Fyrir hverjum? Jóhanna sagði í gær "að öll gögn, sem kostur er, verði opinber í þessu máli". Hvers vegna ekki öll gögn?
Einhverjir hafa talað um að setja þak á greiðslubyrði við 1% eða 2% af landsframleiðslu. Sú stærð er ekki rétt viðmið. Frekar ætti að miða þak við gjaldeyristekjur af útflutningi. Öll þessi lán þarf að endurgreiða í gjaldeyri.
![]() |
Skilmálar sambærilegir við það sem tíðkast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |