Ef Alþingi fellir IceSave

Það eru miklar lántökur sem fjallað er um í viðtengdri frétt. Af ummælum síðustu daga að dæma eru allar lánveitingar meira og minna háðar því að Ísland "leysi IceSave deiluna" með því að samþykkja ríkisábyrgð samkvæmt fyrirliggjandi samningi við Breta og Hollendinga.

En hvað gerist ef Alþingi fellir IceSave?

  1. Lífið heldur áfram. Það verður ekki slökkt á Íslandi.

  2. Ríkisstjórnin fellur. Þá það.

  3. Samið verður upp á nýtt í Icesave deilunni.

  4. Komandi kynslóðir verða fegnar.

  5. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir ekki upp láninu við okkur.

  6. Þrýst á erlend stjórnvöld innan frá. Við erum ekki að semja við mafíuna.

  7. Það er viðurkenning á því að einkabankarnir á Íslandi voru ekki ríkisbankar.

  8. Þá fara þjóðir Evrópu að endurmeta innstæðutryggingakerfið.

  9. Bretar og Hollendingar munu gefa eftir og semja upp á nýtt.

10. Fínt ... löggan á svæðinu að vera evrópsk - ekki alíslensk.

11. Réttlætið nær fram að ganga. 


Þessi upptalning er tekin úr greininni "Ég var aldrei í bankaráði" eftir Jón G Hauksson, ritstjóra Frjálsrar verslunar. Ég mæli með lestri greinarinnar sem ágætu mótvægi við þær dómsdagsspár sem hafa verið áberandi í fjölmiðlum síðustu dagana. 


Ríkisábyrgð samkvæmt fyrirliggjandi samningi hefði í för með sér greiðslubyrði sem íslenska þjóðin gæti aldrei staðið undir, samanber þessar tölur.


mbl.is 950 milljarðar að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband