18.6.2009 | 12:37
Alveg magnaður Saari
Af öllu því sem skrifað hefur verið um IceSave hlýtur bloggfærsla Þórs Saari frá því í gær að teljast einna athyglisverðust. Hann og Birgitta Jónsdóttir áttu fund með fulltrúa úr samninganefnd Hollands í IceSave deilunni.
Það vekur athygli hversu skýrt kemur fram í færslunni að þingmenn Borgarahreyfingarinnar eru búnir að fá sig fullsadda af þrælslund Samfylkingarinnar gagnvart ESB.
Hér eru dæmi úr færslu Þórs:
...að ljúka þessu andskotans ICESAVE máli því fyrr myndi ESB aldrei samþykkja aðildarviðræður (Haft eftir íslenskum samningamanni)
... forsætisráðherra með ömurlegan hræðsluáróður um yfirvofandi einangrun af hálfu allra Evrópuríkja ef við samþykktum ekki ICESAVE
... eru greinilega engin takmörk lengur fyrir hversu langt Samfylkingin er tilbúin að ganga í ESB vegferð sinni
aðild að ESB skal ganga framar öllu, þar með almannahag, þar með þjóðarhag ...
Þar á bæ eru meira að segja farnar að heyrast raddir í fyrirlitningartón um Evu Joly
Það sorglega er að þessar þungu ásakanir Þórs Saari í garð Samfylkingarinnar koma engum á óvart. Samfylkingin hefur eitt og aðeins eitt markmið; að gera Ísland að hluta af Evrópuríkinu, sama hvað það kostar. Í deilum um drápsklyfjar eru hún tilbúin að afsala sér hefðbundnum úrræðum fullvalda þjóðar. Bara að komast til Brussel.
Það að þingmaðurinn noti frítíma sinn á þjóðhátíðardaginn til að skrifa bloggfærslu um IceSave segir mér að honum er mikið niðri fyrir. Mæli eindregið með lestri greinar Þórs Saari (hér) og einnig ágætri grein um IceSave sem Sigmundur Davíð birti á Eyjunni fyrir rúmri viku (hér).
![]() |
Icesave-samningar birtir í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)