Gengur á með góðum fréttum!

Mitt í öllu hruninu, samdrætti og pólitísku þjarki er fín tilbreyting að rekast á eina og eina góða frétt. Ekki er verra ef þær koma í kippum, eins og í dag.

Álverð hækkar
Í Moggafrétt er talað um 18% hækkun álverðs það sem af er júní. Íslandsbanki slær þann varnagla að þetta geti verið tímabundið.

Atvinnuleysi minnkar
Rúv.is segir að nú séu 14.595 án atvinnu og að atvinnuleysi hafi minnkað um 1,5%, þrátt fyrir fjölgun atvinnulausra í hópi 16-24 ára.

Kína vaknar
Það hljóta að vera góðar frétti í alheimskreppunni þegar 3. stærsta hagkerfi í heimi sýnir batamerki. Amx.is skrifar frétt um málið.

Jákvætt fyrir hagkerfið
"Það leikur enginn vafi á því að í því árferði sem nú ríkir eru aukin ferðalög Íslendinga innanlands afar jákvæð fyrir hagkerfið í heild." Svo segir í Morgunkorni dagsins.

 

Refskák... en þá kom IceSave frétt:

Það var svo sem auðvitað að ekki væri hægt að njóta eintómra góðra frétta í einn dag.

Skuldbindingar ríkisins hækka og hækka og nýjustu tölur í "IceSave-hneykslinu" eru hneykslanlegar.

Baldur McQueen, ágætur bloggari í Manchester segir að e.t.v. getum við verið þakklát fyrir að þær drápsklyfjar sem í boði eru hafi ekki orðið enn meiri!

Jón Helgi Egilsson hefur allt aðra sýn á hlutina. Hvet menn eindregið til að lesa grein hans, Ellefu firrur um IceSave sér til fróðleiks. 

Gunnar Kristinn Þórðarson tíundar upplýsingar um eignasafnið margumtalaða í grein á eFréttum.is. Þær benda til að IceSave vandinn geti verið öllu meiri en af er látið.

Okkur er sagt af stjórnvöldum að það sé betri kostur að semja en kanna réttarstöðuna til þrautar. Um leið hvílir leynd yfir gögnum um eignasafnið og ýmis málsatvik sem skipta máli. Það er ekki traustvekjandi. Endurtek hvatninguna um að lesa um 11 firrurnar sem Jón Helgi tíundar.

 


mbl.is Skuldbindingin komin í 732 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband