1.6.2009 | 16:03
Hótanir ESB að virka?
Um daginn birti BBC Newsnight viðtal við írska stjórnmálamanninn Naoise Nunn. Í fyrra var hann á móti Lissabon samningnum en hvetur nú landa sína til að segja "já" þegar þeir verða látnir kjósa um hann aftur í október.
Viðtalið má sjá og heyra hér.
Ástæðurnar sem Nunn gefur eru efnislega þessar:
Írar eru bara fjórar milljónir, engin önnur þjóð fékk að kjósa um samninginn. Við getum ekki einir ákveðið að fella hann. "We need to be part of the club" segir hann.
Írar þurfi að vera virkir þátttakendur. Sem þýðir að þeir megi ekki standa uppi í hárinu á stóru strákunum og segja nei. Þá verði þeim bolað út í horn og verði ekki "active players". Boðskapurinn er ekki dulinn: Við verðum að segja já, annars hljótum við verra af.
Þessar refsingar sem Nunn gefur í skyn eru í fullu samræmi við það sem José Manuel Barroso, forsætisráðherra Evrópuríkisins, sagði um Íra, ef þeir samþykktu ekki Lissabon: "They can always opt for a voluntary exit" eins og hann orðaði hótun um brottrekstur svo snyrtilega.
Nunn segir að Írar séu í svo djúpri kreppu hafi þeir ekki efni á að segja nei. Þetta segir hann þrátt fyrir að Lissabon samningurinn hafi ekkert með efnahag Íra að gera og að samþykkt hans eða synjun breyti þar engu um. Skilaboðin eru ekki dulbúin.
![]() |
Írar hallast að Lissabonsáttmálanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |