Ósýnilegu kýrnar í ESB

Hversu oft hefur því verið haldið fram að með inngöngu í ESB muni verð á matvælum lækka hér á landi? Samkvæmt viðtengdri frétt er mjólk talsvert dýrari í ESB-löndum en á Íslandi. Þar greiða neytendur um eina evru fyrir lítrann. Jafnvel þótt gengi krónunnar myndi styrkjast talsvert og evran lækka um þriðjung, væri mjólkin áfram ódýrari á Íslandi.

InvisibleCowBændur fá rétt um fimmtung af smásöluverði í sinn hlut og hafa greiðslur til þeirra lækkað um 30% á rúmu ári. Bændur frá 10 ESB-löndum fjölmenna nú til höfuðstöðva ESB í Brussel til að taka þátt í mótmælunum.

Skyldi lækkun á matvælaverði vera jafn raunveruleg og "ósýnilegu kýrnar" í Evrópusambandinu. Landbúnaðarstefnan fær ekki háa einkunn.

From mountains of butter and beef to imaginary cows, the European Union's Common Agricultural Policy (CAP) proves to be an ongoing wreck, despite perpetual reforms. The European Union has been reforming the CAP over the last fifty years but unless its existence is seriously challenged, the fiasco will only continue.


mbl.is Enn mótmæla franskir bændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JAFN ATKVÆÐISRÉTTUR sparar milljarða

Jæja, þá rúllar boltinn af stað. Össur búinn að leggja fram tillöguna um velferðarbrú til Brussel. Án þess að sækja til þess umboð til þjóðarinnar. Án þess að far að leikreglum lýðræðisins.

Samt er ítrekað talað um að efla lýðræðið og bæta stjórnsýsluna. Margoft hefur verið bent á að leiðrétta þurfi misvægi atkvæða í þingkosningum, en það er líka kosið til þings í ESB. Það væri ráð ef Össur kæmi með tillögu að lýðræðisumbótum í leiðinni, þær myndu spara milljarða.  

hands_upMeð því einu að fara með kröfuna alla leið og jafna atkvæðaréttinn innan ESB líka má spara Íslandi marga milljarða. Þá ætti Ísland einn mann á Evrópuþinginu annað hvert kjörtímabil.

Evrópuþingið er talið svo valdalítil stofnun að það skiptir ekki máli hvort við eigum þar 5 eða 0,5  þingmenn. Völdin liggja hjá ráðherraráðinu og hjá José M Barroso og ríkisstjórn hans, sem enginn kýs.

Þátttaka í nefndum og vinnuhópum yrði skorin niður til samræmis við atkvæðaréttinn og hægt að fækka um minnst 260* í þeim mikla her starfsmanna sem íslenska ríkið þyrfti að halda í Brussel. Þar sparast miklir peningar.

Einhverjum kann að finnast það galli að innan ESB er ekkert lýðræði, nema upp á punt. Ekki í hinum hefðbundna skilningi að íbúarnir eigi möguleika á að velja eða hafa áhrif á stefnu í tilteknum málaflokkum. Fyrst náum við fram lýðræðisumbótum og kjósum svo frá okkur lýðræðið, endanlega. En við getum a.m.k. gert það á mjög lýðræðislegan hátt. Og sparað peninga.

Höfum bara eitt alveg á hreinu:
Lýðræðisumbætur og innganga í Evrópusambandið eru tveir hlutir sem aldrei geta farið saman.


---------- ---------- ----------
* Miðað er við fjölda starfsmanna sem Malta er nú með í Brussel (285), en ekki hefur tekist að manna allar þær stöður sem Maltverjar telja sig þurfa. Ef vel ætti að vera þyrfti Ísland talsvert stærri hóp í Brussel.

 


mbl.is ESB-tillaga lögð fram á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband