12.5.2009 | 18:37
Persónukjör en ekki þjóðaratkvæði
Persónukjör er skref í áttina að því sem "þjóðin vill", eins og það heitir. Þetta er gömul hugmynd sem fékk byr undir báða vængi í búsáhaldabyltingunni. Þar var líka gerð krafa um stjórnlagaþing.
Á fundinum var lagt fram mál um "ráðgefandi stjórnlagaþing". Ekki þing sem setur okkur nýja stjórnarskrá, eins og hugmyndin var. Þetta hljómar eins og málamiðlun. Getur verið að þetta með persónukjörið sé bara dúsa til að stinga upp í potta- og pönnuliðið svo að það sætti sig frekar við að stjórnlagaþingið verði ekki ekta?
Það er ekki beint samhljómur í því að leyfa persónukjör vegna sveitarstjórnarkosninga en standa á sama tíma fast gegn því að þjóðin fái að greiða atkvæði um Evrópumálið, sem er miklu stærra mál og varðar hagi komandi kynslóða.
Persónukjör til sveitarstjórna, en sækja um aðild að Evrópusambandinu án umboðs frá kjósendum. Ég fatta ekki þetta krata-lýðræði.
![]() |
Persónukjör á næsta ári? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 14:40
Sorrý, EVRAN er dauð!
Hætta er á að evran veikist mikið og jafnvel hrynji, segir danskur bankasérfræðingur í viðtengdri frétt. Auðvitað eru ekki allir á einu máli. Og þrátt fyrir fyrirsögnina ætla ég ekki að spá meiriháttar harkförum evrunnar, hvað þá dauða.
Það sem hins vegar er athyglisvert er að stóra slagorð Samfylkingarinnar er týnt: Krónan er dauð - við verðum að taka upp evru. Þessu var klifað var á í 200 daga samfellt fyrir kosningar en heyrist ekki lengur. Enda var þetta gert til að búa til gulrót og veiða atkvæði.
Í stjórnarsáttmálanum er kaflinn um gjaldmiðilinn rýr, þrátt fyrir efnismesta (mælt í orðafjölda) sáttmála síðari ára. Þetta stóra mál varð að nánast engu í sáttmálanum.
Annað sem vert er að benda á eru lokaorð fréttarinnar: "Áhættan fyrir evruna sé fólgin í þeirri veiku stöðu sem sum lönd í Mið- og Austu-Evrópu búi við." Hver yrði staða Íslands á Evrusvæðinu? Eða réttara sagt, hversu veik yrði hún?
Í ljósi nýrrar fréttar RÚV, um að það tæki Ísland 30 ár að uppfylla skuldaskilyrði Maastricht sáttmálans hlýtur að vera orðið tímabært að hætta öllum evru pælingum og nýta kraftana til þarfari verka.
![]() |
Hugsanlegt hrun evrunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |