... þá geng ég í Sjálfstæðisflokkinn

Ég hef alltaf kosið til vinstri en aldrei Sjálfstæðisflokkinn. Aldrei. Núna fékk VG atkvæði mitt vegna andstöðu sinnar við ESB, tvö síðustu skiptin á undan setti ég x-ið við S-listann.

Vinstri grænir gefa sig út fyrir að vera staðfastur flokkur. Að maður geti treyst þeim.

Ef Steingrímur og VG gefa sig í þessu máli (sem er það eina sem kemst að hjá Jóhönnu og Samfylkingunni) þá eru allir og allt til sölu. Þá eru engin prinsipp til. Þá er fullreynt með félagshyggjuna og allt eins hægt að snú sér til hægri. Þá geng ég í Sjálfstæðisflokkinn.


Þó ekki skilyrðislaust.

Ef hann finnur kjarkinn sem hann týndi, fer í naflaskoðun, losar sig við þá sem hann hefði átt að losa sig við, afneitar frjálshyggjunni, hverfur aftur til gamalla borgaralegra gilda þar sem velferðin á samleið með einkaframtakinu, gerir kröfur um að ábyrgð fylgi frelsinu og að gagnsæi fyrirbyggi spillingu og stendur undir nafni, þá .... já, þá geng í flokkinn.

 

 


mbl.is Evrópumálið sett í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glannaskapur Jóhönnu

Að túkla kosningaúrslit er skemmtileg afþreying. Alveg sérstök íþróttagrein.

Svo virðist sem fjölmiðlar séu enn að fjalla um fyrstu spár, sem birtar voru kl. 23 að kvöldi kjördags. Nú liggja úrslitin fyrir og orðið tímabært að rýna í þau. S-listi bætti ekki við sig nema 3 prósentustigum, fékk tvo menn til viðbótar. Ekki fjóra eins og fyrstu spár bentu til. Það er varla hægt að tala um sigur. Samt sjá fjölmiðlar "skýr skilaboð" um að nú skuli halda til Brussel, enda voru þeir flestir ótrúlega meðvirkir í ESB trúboðinu og haga sér eftir því.

Jóhanna er vægast sagt glannaleg í túlkun sinni á hinum "sögulega sigri" jafnaðarmanna. Hún fullyrðir líka að það sé meirihluta fyrir því á þingi að sækja um ESB og bendir á mögulegan SOB-meirihluta. Skyldi hún vera að útskýra þetta á Bessastöðum núna?

En hvað kusu þeir sem merktu við B eða O?

Framsókn:
Fór í gegnum mikla endurnýjun í forystusveitinni til að gera upp við fortíðina. Gaf út áætlun í efnahagsmálum í 18 liðum þar sem 20% leiðréttinguna bar hæst. Flokkurinn er ekki andvígur aðildarviðræðum en setur ströng skilyrði. Sigmundur Davíð reyndi ítrekað að koma efnahagsmálum í umræðuna og fá fókusinn á vanda heimilanna.
Jóhanna gefur sér að þeir 27.699 sem völdu B hafi kosið aðild að ESB.

Borgarahreyfingin:
Afsprengi búsáhaldabyltingarinnar. Gegn vanhæfri ríkisstjórn með kröfu um spillinguna burt. Hreyfingin setti ekki fram stefnu í Evrópumálum, en vill skipta um gjaldmiðil. Megin krafan var að efla lýðræðið, skipa stjórnlagaþing og fá nýja stjórnarskrá.
Jóhanna gefur sér að þeir 13.519 sem völdu O hafi kosið aðild að ESB.

Samfylkingin jók fylgi sitt lítillega, en náði þó ekki að vinna upp það sem tapaðist í síðustu kosningum, þrátt fyrir "lánsfylgi" frá íhaldsmönnum og linnulítinn áróður ESB-elítunnar í fjölmiðlum. Í könnun segjast 16% kjósenda Samfylkingarinnar ekki styðja aðild að ESB, en kjósa flokkinn samt.
Jóhanna gefur sér að allir sem völdu S hafi kosið aðild að ESB.

Kannanir sýna ítrekað að meirihluti Íslendinga sé andvígur velferðarbú til Brussel. Síðast voru 54,5% á móti en 45,5% fylgjandi. Í viðhorfskönnunum kemur líka fram að ESB er ekki það mál sem drjúgur meirihluti kjósenda vill setja á oddinn.

Forgangsmálin snúa að hag heimilanna, atvinnuleysinu, skuldum ríkisins, endurreisn bankanna og rekstri fyrirtækja. Aðild að Evrópusambandinu er í sjötta sæti samkvæmt viðhorfskönnunum en ekki fyrsta, sama þótt Jóhanna vilji ekki hafa það þannig.

 

Ef Jóhönnu gengur ekki betur en þetta að túlka kosningaúrslit treysti ég henni ekki til að túlka niðurstöðu úr aðildarviðræðum.

 


mbl.is Jóhanna á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband