24.4.2009 | 18:53
ESB dæmir rök Samfylkingar ómerk!
Skal gert, heitir bókin sem geymir stjórnamálályktun S-lista. Þar segir á bls. 65:
Söguleg veiðireynsla er hornsteinn sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og við honum hefur aldrei verið hróflað allt frá upphafi.
Óttinn við að Evrópusambandið ákveði að breyta þessum hornsteini sjávarútvegsstefnunnar er með öllu ástæðulaus.
Æ, æ. Nú gildir þetta ekki lengur.
Því miður var ástæða til að óttast. Nú á að hrófla við reglunni og jafnvel leggja hana af! Hvað kemur í staðinn? (Sjá um fréttina hér.)
Þetta er vægast sagt óheppileg tímasetning. Að Framkvæmdastjórn ESB skuli ógilda aðal "rök" Samfylkingarinnar, kortéri fyrir kosningar. Og það þrátt fyrir að kommisar sjávarútvegsmála sé "vinur okkar" frá Möltu. Hann er kannski búinn að senda Jóhönnu SMS og biðjast afökunar á þessari fljótfærni. Að hafa ekki þagað yfir sannleikanum fram yfir kosningar.
Á bls. 67 í Skal gert er svo þessi klausa:
Að auki má festa regluna um hlutfallslegan stöðugleika og þar með að Ísland eitt sitji að kvóta í íslenskri lögsögu í aðildarsamning Íslands við Evrópusambandið.
Þetta er ekki hægt þegar reglan er ekki lengur til. Hún hefur reyndar aldrei verið til nema sem samkomulag, en ekki skráð í lög. Svo það er létt verk að leggja hana af.
![]() |
Samfylkingin enn stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 17:31
ESB: Fagur fiskur í sjó ...
Mogginn flytur frétt um að Ísland hafi staðið í vegi fyrir samþykkt á ESB-lögum um þjónustu. Á sama tíma birtir Vísir.is aðra frétt um fiskveðiréttindi innan ESB. Skyldi vera ástæða fyrir Ísland að standa í vegi fyrir breytingum sem þar eru boðaðar?
Ég ætla ekki að skrifa eitt einasta orð um þá frétt. Þá myndi einhver ESB sinni koma með upphrópanir um hræðsluáróður. Í staðinn læg ég hana fljóta með hérna, orðrétt og óbreytta. Aðeins leturbreytingar eru mínar.
Ekki tryggt að fiskveiðiréttindi haldist hjá aðildarríkjum ESB
Ekki er tryggt að fiskveiðiréttindi haldist hjá aðildarríkjum innan ESB samkvæmt reglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Þetta eru niðurstöður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem reifaðar eru í svokallaðri Grænbók um sjávarútvegsstefnu sambandsins. Skýrslan var kynnt fyrr í vikunni.
Bendir framkvæmdastjórnin á að þess hafi orðið vart að ríki innan ESB stæðu í viðskiptum sín í milli með veiðiheimildir. Mikið ósamræmi væri orðið milli þess hve miklar veiðiheimildir aðildarríkin hefðu og raunverulega veiðigetu skipaflota þeirra. Framkvæmdastjórnin telur því mikilvægt að endurskoða regluna um hlutfallslegan stöðugleika.
Bendir framkvæmdastjórnin á þrennskonar lausnir í stað reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika. Í fyrsta lagi væri mögulegt að taka upp framseljanlegar veiðiheimildir. Önnur leið væri að halda reglunni í meginatriðum, en taka upp sérstaka þjóðarkvóta sem yrði í samræmi við þarfir skipaflota hverrar þjóðar. Þriðja leiðin væri að taka upp 12 mílna landhelgisreglu sem tryggði aðildarríkjum einkarétt á veiði innan þeirra landhelgi.
![]() |
Frestuðu samþykkt á ESB-lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)