Nú þyngist ESB trúboðið

Þegar Samfylkingin er annars vegar þarf ekki að koma á óvart að rauði þráðurinn er uppgjöf og ESB. Á fundinum sagði Jón Sigurðsson að umsókn um aðild að ESB gæti orðið akkeri fyrir endurreisn atvinnulífsins.

Þetta endalausa ESB stef þarf ekki að koma á óvart í ljósi kosningastefnunnar sem samþykkt var á landsfundi Samfylkingarinnar nýverið. Stefna fylkingarinnar í atvinnumálum, efnahagsmálum, peningamálum, velferðarmálum, umhverfismálum og bara öllum málum, er þessi.

  1. Gefumst upp og förum að grenja.
  2. Skríðum til Brussel og hrópum hjáááááálp!!!
  3. Biðjum ömmu Brussu að leyfa okkur að nota útlenska peninga.
  4. Stingum hausnum í sandinn og vonum að allt lagist af sjálfu sér.

Ég ábyrgist ekki að ég muni þetta orðrétt, en efnislega.

Þessi Jón Sigurðsson, sem talaði á fundinum. Er þetta sami Jón og svaf á verðinum í Fjármálaeftirlitinu? Sami Jón og pósaði svo nett sem fyrirsæta Landsbankans á IceSave bæklingnum? Ætti hann ekki að láta fara lítið fyrir sér frekar en að vísa þjóðinni veginn?


mbl.is Húsfyllir á fundi Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband