Hákarlarnir blómstra

Hrunið hefur kennt okkur að það þarf að setja skýrar reglur um rekstur banka og fjármálafyrirtækja. Þau atriði sem viðskiptaráðherra lýsir benda til að frumvörpin fjórtán séu til mikilla bóta. Að byggja eigi traustari grunn til framtíðar.

En það þarf líka að gera upp fortíðina.

Í grein sem Jóhannes Björn skrifar á vef sinn telur hann að nýlegur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sé slæmur fyrirboði um það sem koma skal. Og hann gefur bankastjórnendum ljóta einkunn. Í pistli Björns segir m.a.:

Sjálftökuliðið sem setti landið á hausinn stundaði aldrei eðlilega bankastarfsemi heldur sérhæfði sig í að tæma alla sjóði sem voru innan seilingar.

Forsprakkar einkabankanna lugu stanslaust um stöðu þeirra og engin greiningadeild spáði hruni krónunnar. Almenningur var ekki í neinni aðstöðu til þess að meta áhættuna. Köllum hlutina réttum nöfnum: Venjulegt fólk stundaði dagleg störf sín samviskusamlega og reyndi að byggja til frambúðar á meðan peningaelítan og pólitískar leikbrúður þeirra stigu trylltan dans á þilfari Titanic.

Grein sína kallar Björn "Hákarlarni blómstra" og hana má lesa hér.

Ég mæli eindregið með lestri greinarinnar. Hún er gott innlegg í umræðuna um breytingar á fjármálamarkaði og frumvörpin sem Gylfi Magnússon hefur lagt fram í þeim efnum.

 


mbl.is Koma í veg fyrir ofurlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband